Auður lovedrunk

Tuesday, March 28, 2006

Moment í hugarheimi Auðar..

Stundum vildi ég óska að ég væri útlenskur ferðamaður á Íslandi..
Ástæðan er sú að í gær var ég að taka strætó í grámyglunni og var að fara í vinnuna. Fyrir framan mig sátu hópur útlendinga í einkennisfatnaði sínum, þykkum úlpum(þið vitið hvað ég meina) og voru klædd til að fara upp á jökul...

Spenningurinn hjá þeim var mikill og mikið var um bendingar út um allt, allir staðir spennandi, allar byggingar vöktu áhuga.. ég skildi auðvitað ekki alveg hvað þau voru að fara með þessu og fannst allt hálfleiðinlegt og sá ekkert spennandi við..

Ég fór þá hugsa um hvað allt virðist vera skemmtilegra ef maður myndi einfaldlega hugsa eins og útlendingur.. svo ég fór að reyna að vera með og miklaði allt fyrir mér og tók undir með þeim
í huganum...
Fórum framhjá mörgum áhugaverðum stöðum, Nóa Sírius byggingunnni..Húsgagnahöllinni.. og toppurinn var í laugardalnum þegar við föttuðum að bara rétt hjá var sko aðalsundlaugin á svæðinu..
Ferðin endaði svo hjá okkur/þeim á Hlemm og þau héldu á vit nýrra ævintýra, kannski í kringum tjörnina, úúú....

Þótt mér langaði mikið með þeim að skoða Hlemm og allt þar í kring.. þá þurfti ég afturámóti að halda minni ferð áfram og snap out of it og verða aftur íslendingur í grámyglulegum heimi á leið til vinnu..sem virtist þó vera aðeins áhugaverðari, eh hefur víst rubbed off on me...

Auður tourist wannabe

Wednesday, March 22, 2006

Alltof satt..

Nokkuð sniðugt sem ég fann á netinu: og ég segi bara: strákar proof us rong....
10.setningar sem þú munt aldrei heyra karlmann segja:

Ég ætla að fá mér kók. Get ég fært þér eitthvað í leiðinni?

Ég hafði rangt fyrir mér. Þú hafðir á réttu að standa og ég biðst afsökunar á að hafa rifist við þig.

Brjóstin á henni eru aaaaallt of stór!

Stundum langar mig bara að láta halda utan um mig.

Jú, elskan mín.. ég ELSKA að nota smokk.

Það er langt síðan við höfum farið í Kringluna. Komum endilega að versla og ég skal geyma töskuna þína meðan þú mátar.

Ég er hættur við að fara á völlinn með strákunum. Kúrum frekar saman og horfum á Pretty Woman!

Ég held að við höfum villst. Stoppum við næstu bensínstöð og spyrjum til vegar.

Það er ekki ofsögum sagt að karlmenn séu lélegir ökumenn. Þetta fífl þarna gaf ekki stefnuljós!

Ég er fárveikur, en ég get alveg séð um mig sjálfur.

Monday, March 20, 2006

The party is over...

Já nú er vinnu/djammhelgi liðin og það var bara fínt ,þó djamm og vinna blandist sjaldan vel saman. Á laugardagskvöldið var farið að hitta Ölmu Gell og Krissa á sportbarinum og byrjað djammið þar, kynntist great stelpu frá Austuríki á staðnum, henni Martinu. Og vegna þess að Alma og Krissi voru orðin þreytt og vildu helst heim og ég var ekkert á heimleið, þá enduðu við og Martina bara á tjúttinu saman..

Við kíktum á nokkra staði en biðum í röð á hressó í 30 mín úff:( Þegar Martina var svo farin heim og ég komin með þýskuna á hreint... hitti ég Halldóru skvís og djömmuðum aðeins á glaumbar. Einmitt þegar hún var að fara líka heim og ég farin að gefa upp alla von um frekara djamm þessa nótt, hitti ég old vinnufriend hann Þórð og við djömmuðum saman þangað til allt lokaði. Eftir að okkur var hent út af glaumbar,þá var bara reikað um með öllu hinu fólkinu sem vissi ekki alveg hvað átti að gera af sér þarna kl 6-7 um morguninn. Og einmitt í því eirðarleysi þá gerðist dramað..ætlta að reyna að útskýra hvað gerist:

Við vorum að fara í bílinn hans að ná í eh fyrir vin hans, þegar við splittuðumst aðeins upp og ég stend ein við eh sendiferðabíl og eh rússi/serbi (+ nokkrir vinir hans) kemur og segist ætla að skutla mér heim, ég neita og segist ekki vilja fara með honum en þá tekur hann í mig(ekkert fast)en mjög ýtinn og opnar bílhurðina og ætlar bara að setja mig inn, ég berst smá um og segist alls ekki vilja fara inn, þá kemur Þórður hlaupandi til bjargar(sá þetta) og ég segi gaurnum að ég ætli með þessum.. einmitt þegar ég sleppti orðinu þá kemur annar rússi/serbi ogs hoppar á Þórð og þeir skella báðir beint á mölina, ég var bara orðlaus og Þórður líka því gaurinn ætlar bara í hann meira, alveg að tilefnislausu, en hinir rússanir/serbanir ná að róa hann niður. Vinur Þórðar kemur þá hlaupandi og segir að pabbi sinn sé lögga og hann ætli að taka bílnr þeirra niður. Þeir verða eh. hræddir og segja að allt sé í gúddý og keyra síðan í allir í burtu. Við 3 sitjum bara eftir í hálfgerðu losti.. vitum ekki alveg hvað var að gerast, en þetta varð allaveganna ekkert meira og Þórður var alveg í lagi fyrir utan smá skrámur..

Ég var allaveganna feginn að hann var þarna, því ég veit ekki hvað hefði gerst ef gaurinn hefði komið mér í bílinn(þeir voru 5!!) (I know tæbó en það er allt og sumt,erfitt með að verja mig), kannski bara keyrt mig heim eða eh.. en maður veit aldrei, stelpur ekki vera einar út í bæ,fullar á laugardagsnótt!!!

En svona var það, kvöldið byrjaði vel og endaði illa.. það gerist..
en þetta er allt og sumt í bili;)

bæjó

Auður hopeless dancer

Tuesday, March 07, 2006

Auður lovedrunk


já ég er enn bara að prófa mig áfram, gat sett inn mynd
greinilega.. ekki á réttum stað þó.. en allt að koma:) bjartsýnin lifir..

bæjó

Auður tölvunörd

Ohh Tölvur

Já ég verð að viðurkenna að ég kann bara ekkert á þetta, búin að vera að reyna eh í dag að setja inn myndir eða breyta síðunni, hún er helst til röff... En fyrst aðrir gátu þetta þá verð ég bara að halda áfram að reyna, trúa á mig sem alvöru tölvunörd og svolleiðis dæmi..sjáum hvort það tekst.

bæjó

Auður tölvunörd

Jæja gott fólk, bara mín komin með blogg

Já ég bara varð, eftir að hafa verið að öfundast út í suma fyrir bloggin þeirra, þá tók ég loksins þá ákvörðun að vera bara með..og eftir smá örðugleika,( já ég og tölvur);) þá er ég loksins komin með mína síðu, alls ekki fullbúin en allt að koma. Ætla að setja myndir og svoleiðis skemmtilegheit.. og reyna mitt besta að tala aðeins um lífið og tilveruna frá mínu sjónarhorni.

Annars er ekkert mikið í fréttum, fyrir utan að vera komin í heim bloggarana..bara nokkur afmæli í nánd og nóg af kökum og nammi, já Friðgeir litli bró og Mattías litli frændi eiga afmæli 10 og 11. mars og svo Alma gella þann 15.. það er bara nóg að gerast í þeim geira og nú þarf maður að fara í búðir í allsherjar afmælisgjafaleiðangur...

held að það sé bara nóg komið svona í fyrst blogg, og mjög stoltur bloggari kveður í fyrsta skiptið;)

bæjó