Moment í hugarheimi Auðar..
Stundum vildi ég óska að ég væri útlenskur ferðamaður á Íslandi..
Ástæðan er sú að í gær var ég að taka strætó í grámyglunni og var að fara í vinnuna. Fyrir framan mig sátu hópur útlendinga í einkennisfatnaði sínum, þykkum úlpum(þið vitið hvað ég meina) og voru klædd til að fara upp á jökul...
Spenningurinn hjá þeim var mikill og mikið var um bendingar út um allt, allir staðir spennandi, allar byggingar vöktu áhuga.. ég skildi auðvitað ekki alveg hvað þau voru að fara með þessu og fannst allt hálfleiðinlegt og sá ekkert spennandi við..
Ég fór þá hugsa um hvað allt virðist vera skemmtilegra ef maður myndi einfaldlega hugsa eins og útlendingur.. svo ég fór að reyna að vera með og miklaði allt fyrir mér og tók undir með þeim
í huganum...
Fórum framhjá mörgum áhugaverðum stöðum, Nóa Sírius byggingunnni..Húsgagnahöllinni.. og toppurinn var í laugardalnum þegar við föttuðum að bara rétt hjá var sko aðalsundlaugin á svæðinu..
Ferðin endaði svo hjá okkur/þeim á Hlemm og þau héldu á vit nýrra ævintýra, kannski í kringum tjörnina, úúú....
Þótt mér langaði mikið með þeim að skoða Hlemm og allt þar í kring.. þá þurfti ég afturámóti að halda minni ferð áfram og snap out of it og verða aftur íslendingur í grámyglulegum heimi á leið til vinnu..sem virtist þó vera aðeins áhugaverðari, eh hefur víst rubbed off on me...
Auður tourist wannabe