Auður lovedrunk

Wednesday, March 22, 2006

Alltof satt..

Nokkuð sniðugt sem ég fann á netinu: og ég segi bara: strákar proof us rong....
10.setningar sem þú munt aldrei heyra karlmann segja:

Ég ætla að fá mér kók. Get ég fært þér eitthvað í leiðinni?

Ég hafði rangt fyrir mér. Þú hafðir á réttu að standa og ég biðst afsökunar á að hafa rifist við þig.

Brjóstin á henni eru aaaaallt of stór!

Stundum langar mig bara að láta halda utan um mig.

Jú, elskan mín.. ég ELSKA að nota smokk.

Það er langt síðan við höfum farið í Kringluna. Komum endilega að versla og ég skal geyma töskuna þína meðan þú mátar.

Ég er hættur við að fara á völlinn með strákunum. Kúrum frekar saman og horfum á Pretty Woman!

Ég held að við höfum villst. Stoppum við næstu bensínstöð og spyrjum til vegar.

Það er ekki ofsögum sagt að karlmenn séu lélegir ökumenn. Þetta fífl þarna gaf ekki stefnuljós!

Ég er fárveikur, en ég get alveg séð um mig sjálfur.

4 Comments:

At Tue Apr 04, 06:33:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Haha.. hvaða rugl.

Ég hef næstum því sagt þetta allt saman ;)

 
At Wed Apr 05, 08:38:00 AM , Blogger Auður said...

Já uhummm trúi því...;) Ef svo er þá byrjar talningin = 1 strákur af öh ég veit ekki..trilljón..þið standið ykkur strákar:)

 
At Sun Apr 09, 04:50:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Jæja... ég hef sagt 6 af þessum, og meint það! :D
ekki séns samt að ég segi hvaða...

 
At Mon Apr 10, 08:21:00 AM , Blogger Auður said...

He he:)oh það er svindl.. fyrst þú vilt ekki segja frá verð ég bara að giska.. er það eh betra;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home