Auður lovedrunk

Monday, August 13, 2007

Búið...

Þar sem mér líður betur að tala um hlutina ætla ég að skrifa um þá líka. Allaveganna mjög stutt.
Ég og Aivar hættum saman í gær:( við hættum saman i góðu og erum bara vinir núna. Þetta er allt ótrúlega erfitt, virkilega sárt:(Algjör breyting..hætta að hittast..við höfum verið næstum samanföst síðan við byrjuðum saman og nú þarf ég að venjast því að vera ein:(

Ég er komin til mömmu í mosó og flyt hingað í vikunni með kisunni minni Blíðu. Fuglinn minn Máni þarf að fara aftur til pabba Aivars það er mjög erfitt líka þar sem ég þykir mjög vænt um hann og mér hefur fundist hann líða vel hjá mér. En svona er þetta bara, ég hef misst þá báða og ég þarf að sætta mig við það. lífið hefur breyst aftur, þarf að venja mig aftur við nýjar aðstæður. Allir styðja vel við bakið á mér fjölskylda og vinir og það gerir þetta mun auðveldara. Og líka er fjölskyldan mín yndisleg að leyfa mér að koma aftur og aftur heim. Og aftur segi ég: life is what happens to you while you are busy making other plans. Sagði þetta í fyrra og segi þetta aftur núna.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home