Auður lovedrunk

Sunday, April 30, 2006

The germans are taking over...

Dúdúdú,veit ekki alveg hvernig ég á að byrja á textanum núna, hugmyndaleysið að drepa mig.. kannski er það bara þreyta. Helgin fór nebbilega í djamm og vinnu eins og vanalega. Hélt reyndar á föstudeginum að nú myndi ég ekkert djamma um helgina..það kom annað í ljós...

Eftir vinnu á föstudeginum fór ég og hitti dr.Fannar Örn og Gunna djbónus á Nasa, þeir voru á drykkjusumbli í keiluhöllinni með fleira liði á bjórkvöldi 10-11 fyrr um kvöldid, ég reyndi mitt besta til að kíkja þangað en allt kom fyrir ekki og ég var í bömmer allt kvöldið af öfund..ég að vinna að vigta grænmeti og stuff,meðan hinir voru að drekka og djamma..
en það fór allt vel og ég mætti á nasa og alla nóttina var drukkið og djúsað eins og pró..fórum út um allt og hittum geggjað mikið af liði. Enduðum á gauknum þar sem var spilað lagið hans Gunna ,stjörnur,gaman að því, og ég náði Fannari á dansgólfið í smá tíma ótrúlegt en satt..(allt hægt þegar djúsað hefur verið allt kvöldið og alla nóttina...;)) Bara geggjuð nótt í alla staði, good stuff..ég segi bara takk fyrir mig strákar:)

Á laugardagskvöldinu fór ég svo og hitti Martinu á prikinu eftir vinnu, rólegt djamm þar og entumst ekki svo lengi, báðar enn með hálfgerðan hangover frá föstudagskvöldinu. Svo var eins og bærinn hefði verið yfirtekinn af þýskum gaurum,lentum þrisvar sinnum í því um nóttina að þeir reyndu þýsku töfrana á okkur..gekk nú alls ekki vel hjá þeim.
Martina sem einhleypa gellan á svæðinu var bara hot fyrir íslensku strákunum þetta kvöldið,skil að hún vilji tilbreytingu. Frá Austurríki og svona og þýsku höstlararinir út um allt þar,auðvitað. En fínt stelpudjamm, og er fegin að hafa bara tekið það rólega, ekki gaman að vera þunn 2 daga í röð..

Svo smá tilkynning, Til hamingju með 65 ára afmælið elsku amma mín,hafðu það gott nú sem alltaf:)

Auður victim to the rythem..

Wednesday, April 26, 2006

Afturhvarf til unglingsáranna

Another turn a point a fork stuck in the road..
Time takes grabs you by the wrist, directs you where to go..so make the best of this test and dont ask why, its not a question but a lesson learned in time..

its something unpredictable but in the end its right.. i hope you had the time of your life..

So take the photographs and stillframes in your mind, hang it on a shelf in good health and good times. Tattoos of memorys and dead skin on trial..for what its worth.. it was worth all the while..

its something unpredictable but in the end its right.. i hope you had the time of your life...

Ég er komin í hálfgert afturhvarf til unglingsáranna þar sem ég er nú flutt í foreldrahús aftur og sjálfstæðið sem fylgdi því að vera komin með eigin íbúð er að nokkurn veginn að baki..en fór samt að pæla í því hvort maður hafi nú verið svo sjálfstæður..
var nú í sambúð og ekki borgaði ég reikningana.. humm fyrir utan nokkra í sambandi við syrpuna og ýmis konar chickblöð..hiti og rafmagn var bara alltaf til staðar.. alveg ótrúlegt.. og peningurinn sem ég átti fór nú mest bara í mat fyrir mig, mjög einhæfan verð ég að segja því oftast voru nú sömu máltíðirnar..3 réttir..spaghetti..píta..fiskibollur(keyptar í búð)..gat samt sagt að ég hafi eldað;-)..mikið rosalega var ég sjálfstæð,ussss..

Held að ég verði nú aldrei fullkomlega sjálfstæð fyrr en ég er farin að gera eitthvað alveg sjálf..núna stefni ég á hostile takeover á íbúð Halldóru vinkonu minnar..;-)geggj. flott, næginlega stór og perfecto fyrir stelpu on a go.. nei bara smá öfund í gangi hjá mér..

En þetta er nú samt markmiðið núna að kaupa sér bara sæta íbúð og borga nú fyrir allt, og láta ekki letina drepa mig í þeim málum, orðin allt of vön að láta að gera hlutina fyrir mig..letilíf.. no longer og hananú!!

Eh seinna verður það víst að vera.., núna ætla ég bara að gera mig heimakomna í sjónvarpsherberginu, hengja upp posters og hlusta á hæfilega háa tónlist meðan ég les seventeen upp í rúmi..hehe já gelgjan að hellast yfir mig í annað skiptið.. nei ætla að hafa þetta hæfilega fullorðinslegt og reyna mitt besta að missa mig ekki í unglingsletilífinu:-) já reyna is the word...

Auður miss teen


Tuesday, April 18, 2006

Páskahvað?!

Jamm, páskarnir bara búnir og ég samt að byrja á páskaegginu mínu.. get ekki sagt að þetta voru páskalegir páskar.. fyrir utan að hafa étið yfir mig af öllu nammi sem ég fann.. þurfti eh. í staðinn fyrir alvöru hlutinn, eða það var það sem ég taldi mér trú um...;)

Páskaeggið mitt sat nebbilega bara eitt heima á meðan ég var að vinna eða djamma..Fólkið mitt dreifðist um landsbyggðina um páskana og húsið tæmdist og ég ein eftir. Ég byrjaði svo á því að vera að vinna skírdag og föstudaginn langa..allt brjálað að gera og fólk alltaf jafn undrandi að það hefði verið opið..og sumir ekki eins undrandi = starfsfólk 10-11, vitum hvernig þetta gengur fyrir sig, its all about the money..

Síðan eftir vinnu á föstudag var haldið í partý til vina Fannars, fínir síðhærðir rokkarar, vorum samt ekki lengi þar, héldum til Fannars og drukkum kiwisnaps..skemmtilega grænn drykkur,sem fór misvel í mann..;)eftir það var haldið niður í bæ og djammað fram eftir nóttu..
Laugardagskvöldið var líka skrautlegt þar sem ég fór í fínt partý til Jakobs gamals vinar. Og var djammað þar alla nóttina með Ölmu gell og Krissa kúl og fleirum og farið í smá sumarbústaðastemmingu því kíkt var í heitan pott út í garði og slakað þar á og spjallað um ýmsa heimspekilega hluti....

Á páskadag fór ég bara að vinna og skemmti mér þar..og dagdreymdi um páskaegg og páskasteik..en í staðinn bara páskakellogsstangir í matinn..held ég sé bara smá páskabitur..hummm..neinei þetta var bara fínasta páskahelgi og ég enda með mikinn pening í vösunum,nokkuð sátt..say hurrey for spending.. :)

Nú er páskaeggið að kalla og ég hlýði því auðvitað, hvað annað..
Gleðilega páska allir saman,betra seint en aldrei:)

Auður með páskablingbling

Wednesday, April 12, 2006

Úffff allt að breytast

Nú eru miklar breytingar hjá mér í gangi... Ég er flutt út frá Dóra og er komin til Mömmu og Úlfars. Ég er bara orðin einhleyp aftur, því miður:( En svona gengur þetta bara stundum, það passa ekki allir saman:(..

Ég er bara að reyna að líta á björtu hliðarnar og hugsa bara að þessar breytingar séu til batnaðar, þótt þetta allt verði erfitt fyrst... það þarf auðvitað tíma til að venjast breyttum aðstæðum.. allir styðja við bakið á mér, og verður þetta því allt mun auðveldara. Það er bara mjög þæginlegt að vera komin aftur til mömmu og úlfars, Friðgeir bró er meira en sáttur að fá mig og ég er allaveganna nokkuð happy að geta verið meira með þeim og taka þátt í hans daglega lífi og svolleiðis:) Ég verð bara á fullu að vinna alla páskana, allt opið þar.. ekki skemmtilegt en ég fæ þó nægan pening, money money money..

verð bara að vitna í nokkuð.. life is what happens to you while you are busy making other plans...
passar nokkuð vel..

Saturday, April 08, 2006

Í tökum á kaldri slóð

Í gær fékk ég frábærar fréttir,mér var boðið að vera aukaleikari í myndinni á kaldri slóð, á laugardag og sunnudag, ég auðvitað sló til:)
Núna er ég í tökum og er að leika skrifstofumanneskju að vinna við tölvuna, og til að gera þetta sem raunverulegast er ég bara að blogga..;)

Ég var reyndar látin ganga áðan frá 3 mismunandi stöðum til ákveðins gaurs og tala við hann án hljóðs, og hælarnir á mér voru eh að pirra tökumanninn svo það var sett eh dæmi undir hælana sem er venjulega sett undir stóla og það virtist ganga,en vá mér leið eins og illa gerðum hlut.. úfff.. ég fór alltaf af stað áður en ég átti, semsagt áður en þeir sögðu action, en hann sagði samt ekki neitt og þetta verður þá bara þannig..veit ekki hvernig þetta virkar alveg..

Það er svoldið mikið um bið og miklar pælingar um hver á að vera hvar,hvernig..osf.. svo fólk er bara að chilla á meðan, lítið um tökur, mikið um bið eftir tökum.. rosa stuð.. :)

En ég skemmti mér bara og dagdreymi um að vera superstar eða réttara sagt súperstatisti:)

En nú ætla ég að halda áfram að ganga frá einum stað til annars í nokkur skipti..

bæjó

Auður á kaldri slóð