Páskahvað?!
Jamm, páskarnir bara búnir og ég samt að byrja á páskaegginu mínu.. get ekki sagt að þetta voru páskalegir páskar.. fyrir utan að hafa étið yfir mig af öllu nammi sem ég fann.. þurfti eh. í staðinn fyrir alvöru hlutinn, eða það var það sem ég taldi mér trú um...;)
Páskaeggið mitt sat nebbilega bara eitt heima á meðan ég var að vinna eða djamma..Fólkið mitt dreifðist um landsbyggðina um páskana og húsið tæmdist og ég ein eftir. Ég byrjaði svo á því að vera að vinna skírdag og föstudaginn langa..allt brjálað að gera og fólk alltaf jafn undrandi að það hefði verið opið..og sumir ekki eins undrandi = starfsfólk 10-11, vitum hvernig þetta gengur fyrir sig, its all about the money..
Síðan eftir vinnu á föstudag var haldið í partý til vina Fannars, fínir síðhærðir rokkarar, vorum samt ekki lengi þar, héldum til Fannars og drukkum kiwisnaps..skemmtilega grænn drykkur,sem fór misvel í mann..;)eftir það var haldið niður í bæ og djammað fram eftir nóttu..
Laugardagskvöldið var líka skrautlegt þar sem ég fór í fínt partý til Jakobs gamals vinar. Og var djammað þar alla nóttina með Ölmu gell og Krissa kúl og fleirum og farið í smá sumarbústaðastemmingu því kíkt var í heitan pott út í garði og slakað þar á og spjallað um ýmsa heimspekilega hluti....
Á páskadag fór ég bara að vinna og skemmti mér þar..og dagdreymdi um páskaegg og páskasteik..en í staðinn bara páskakellogsstangir í matinn..held ég sé bara smá páskabitur..hummm..neinei þetta var bara fínasta páskahelgi og ég enda með mikinn pening í vösunum,nokkuð sátt..say hurrey for spending.. :)
Nú er páskaeggið að kalla og ég hlýði því auðvitað, hvað annað..
Gleðilega páska allir saman,betra seint en aldrei:)
Auður með páskablingbling
4 Comments:
vá.. hvað voru mörg "páska" í þessu bloggi!
allavega mjög páskalegt :D
Hehe já bara að reyna að koma mér í páskafílinginn:D páskapásk
Páskandi pásk! Þetta kiwisnapps var svona hálfgerður kiwi-landi ótrúlega ferskt og gott! Maginn í mér var ekki beint að höndla þetta drasl :)
Ég fékk bara eitt páskaegg. Frá vinnunni minni. Langaði í fleiri :P
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home