Auður lovedrunk

Monday, August 13, 2007

Búið...

Þar sem mér líður betur að tala um hlutina ætla ég að skrifa um þá líka. Allaveganna mjög stutt.
Ég og Aivar hættum saman í gær:( við hættum saman i góðu og erum bara vinir núna. Þetta er allt ótrúlega erfitt, virkilega sárt:(Algjör breyting..hætta að hittast..við höfum verið næstum samanföst síðan við byrjuðum saman og nú þarf ég að venjast því að vera ein:(

Ég er komin til mömmu í mosó og flyt hingað í vikunni með kisunni minni Blíðu. Fuglinn minn Máni þarf að fara aftur til pabba Aivars það er mjög erfitt líka þar sem ég þykir mjög vænt um hann og mér hefur fundist hann líða vel hjá mér. En svona er þetta bara, ég hef misst þá báða og ég þarf að sætta mig við það. lífið hefur breyst aftur, þarf að venja mig aftur við nýjar aðstæður. Allir styðja vel við bakið á mér fjölskylda og vinir og það gerir þetta mun auðveldara. Og líka er fjölskyldan mín yndisleg að leyfa mér að koma aftur og aftur heim. Og aftur segi ég: life is what happens to you while you are busy making other plans. Sagði þetta í fyrra og segi þetta aftur núna.

Friday, August 10, 2007

new NEWS!

Halló!! smá fréttir..
Í fyrsta lagi ég frem fjöldamorð í hvert sinn sem ég fer í bað eða sturtu... já í alvöru.. þó nokkuð mikið af maurum eða litlum flugum sem kunna ekki að fljúga eru í baðinu mínu og þær skolast allar niður þegar ég kveikji á vatninu. Ég fæ samviskubit. ójá. alltaf. Og alltaf poppa þeir aftur og aftur upp í baðinu mínu! veit ekki hvaðan þeir koma, en ég er orðin svoldið leið á að fá alltaf samviskubit þegar ég fer í bað! hrumpf. Varð bara að koma þessu frá mér:)

Annars er annað í fréttum að ég fór loksins í bústaðinn til ömmu og afa eftir 2 ára fjarveru, um verslunarmannahelgina. Það var æðislegt!! fínt veður, ferð í heita pottinn og smá brúnka loksins;)
Það var bara svo gott að komast frá bænum, vinnunni og stressinu. AaaaaHHHHHHH bara yndislegt!Nákvæmlega sem ég þurfti. Bara vera með famelíunni,slaka á og gera ekki neitt nema spila kannski og lesa og svo éta og éta nammi og ótrúlega mikið af góðum mat. Var illilega stuffed þegar ég kom heim;)

Ég er voða happy með lífið eins og það gengur núna, nóg að vinna og litlar áhyggjur. Annað sem ég get þó sagt er að ég er búin að selja sportbílinn þar sem hann var alltaf að bila og ekki alveg þess virði að vera alltaf að laga hann,svo við erum bara á einum bíl núna, sem virkar bara ágætlega,ég labba bara í vinnuna. En þarf samt að fara að kaupa mér hjól! very interesting stuff i know;) en þetta er það sem er að gerast núna hjá mér, bara lífið like we know it:) same old same old. but the old is good..i know it so well:)

Væri samt alveg til í að breyta alveg um gír, og bara gera eitthvað allt annað! fara í skyndiferð út eða bara whatever! en ég þarf samt ekki á því að halda núna, er svo ánægð með allt:) En framtíðin mun auðvitað bera eitthvað allt annað í skauti sér sem á samt eftir að vera svo furðulega kunnulegt;) Ef þið vitið ekki hvað ég meina þá skiptir það engu. Bara lífið er og verður same old same old með litlum útúrdúrum hér og þar. Hægt að hlakka til útúrdúranna og bara njóta alls hins venjulega stuffsins:)

jæja ég er hætt að rugla.

Auður no news is good news...sometimes:)