Auður lovedrunk

Friday, June 15, 2007

Double the fun or the chin....

Jæja þar sem ég er veik núna á þessum föstudegi ei til fjárs og hef nægan tíma, semsagt leiðist ætla ég að blogga aðeins..
það er nú svoldið margt búið að gerast síðan síðast þar sem ég hef ekki nennt að blogga neitt, fer frekar á myspace, er svoldið vel hooked á því, búin að gleyma nokkurn veginn hve gaman það getur verið að skrifa aðeins um liðna atburði. Held að það þurfi svoldið, hef lúmskt gaman að því að fara í gömul blogg sem ég hef skrifað og rifja upp gamla tíma. Svo það er best að fara að skrifa meira svo ég geti nú í framtíðinni skoðað og skemmt mér;)

Fyrst í fréttum er að ég er byrjuð að vinna í fatabúð í kringlunni, rosa fínt starf hefði aldrei giskað á hve gaman það er að vera sölukona:) og aldrei giskað á að ég væri actually góð í því!! hehe já mér gengur bara ágætlega á því sviði, og finnst geggjað gaman í vinnunni:) svo ég er nú bara nokkuð ánægð með lífið þessa dagana:)

Verð líklegast í 75 % starfi þar og hlutastarfi ennþá í 10-11 svo nóg money næstu mánuði. Og þar sem ég ætla að taka mér ársfrí í Háskólanum, held ég bara áfram að vinna fullt fram á næsta ár,sem ég er bara nokkuð ánægð með. Þarf smá lærdómshlé,held ég, var ekki með nægan áhuga fyrir neinu síðustu mánuðina í skólanum sem var auðvitað ekki nógu gott:/ en svona er það bara stundum. Fer bara vonandi á fullt skrið þegar ég byrja næst í skólanum. Í hvaða fagi sem ég á endanum ákveð að fara í...

Svo smá djammfréttir, fyrir svolitlu síðan fór ég í útskriftarveislu til Nönnu beib og það var bara mjög gaman, endaði skringilega fyrir marga, meira fyrir suma;) en var bara fínt djamm. Síðan var djamm síðustu helgi hjá Nönnu líka, við vorum 4 stelpurnar, Ég Nanna, Harpa og Rut..algjört stelpudjamm! rosa trúnó osf, rosa gaman og ég gerði mig að smá fífli;) sem fylgir oft. En já Nanna kom með einhverskonar magaæfingartæki sem þú rúllar eftir gólfinu. Heldur semsagt í það og ferð í armbeygjustellingu og lætur þig síðan rúlla fram og til baka, svaka workout og audda vildi ég prufa, blindfull og vitlaus og hugsandi um magavöðvana;) ég byrja..næ einni, svo bara klikkar eitthvað og ég missi takið og skell á góflinu, hakan fyrst...hehe jámm..Rut verðandi hjúkka kemur og hjálpar og mér að komast af gólfinu, og athuga hvort eitthvað hafi brotnað, en nei eins gott gerði það það ekki, en ég fékk stóra kúlu á hökuna, sást kannski ekki mjög vel en það sást samt eitthvað,var eitthvað skringilega útlítandi, mér fannst ég hafa tvöfalda höku á tímabili! svoldid sárt og svo fórum við á djammið og ég svona útlítandi..ég set myndirnar inn og þið getið dæmt um það sjálf hvort ég lít út eins og...jáumm?spurning, allaveganna ekki mjög sexy...;)

En núna ætla ég að hætta...nóg komið í bili. Ætla að skrifa oftar, ef ég nenni;)

Auður ex double chin