Auður lovedrunk

Tuesday, January 09, 2007

Nýtt ár og ég spái....


Gleðilegt nýtt ár!! ný-ár, ný hár og ný tár ekki satt..new high's and new lows..já held bara að þetta ár verði ekki eins og hin, já segi það barasta með fullvissu!! Planið er að ég á eftir að verða rík því ég vinn í happdrætti háskóla Íslands, stærsta vinning EVER vegna tölvuerrors,ha ha! ríkistjórnin á ekki eftir að geta borgað mér allan peninginn í einu því þá yrði ísland gjaldþrota og því lifi ég frítt á Íslandi það sem eftir er ævi minnar. Frítt hús,frían mat og plús við þetta þá fæ ég hundrað þúsund á mánuði sem ég get eytt í mig og svo get ég beðið um smá meiri eyðslupening ef ég ákveð að skreppa til útlanda með vinum og vandamönnum. Já lífið á eftir að verða svo gott þetta ár.

Á meðan ég bíð eftir þessum vinningi ætla ég samt að vinna mikið og læra mikið,held að það sé best ef plönin mín um ríkidæmi fara ekki alveg eins og ég vildi;) Var að skoða stundskrána mína og úff í fyrsta skipti í 2-3 ár þarf ég að vakna kl 7 4 daga í viku...úfff já ég hef haft það of gott þessi ár og er komin með hryllilegann vana að vakna alltaf um 11 síðustu mánuðina. Svona verður þetta bara þegar vinna og skóli er eftir hádegi alla daga!! Fríið mitt er búið.. jeii..en ég kemst þá bara aftur í hóp venjulegs fólks sem vaknar svona snemma 5 daga vikunnar alltaf!! vakna í myrkrinu, gegð þreytt hlusta á morgunsjónvarpið,ísland í dag,reyna að gera sig fína þegar augun haldast varla opin..koma í skólann og enda með því að sofna í bílnum(bara 5 mín í viðbót við þann litla svefn sem maður fékk um nóttina) og vakna með maskarann út á kinn..fatta það ekki fyrr en þú ert farin í tíma og fólk starir óvenjulega mikið á þig þann daginn, fara inn á klósett,sjá herlegheitin og emja yfir því að vera vöknuð á svo ókristilegum tíma..ahhh hlakka svo til.

En talandi um annað, áramótin voru bara æðisleg(fyrir utan 1 ömurlegheit):) Ég og Aivar fórum í mat til ömmu og afa, geðveikt góður matur og gaman að hitta ættingjana. Fórum svo í smá partí til vinars Aivars og ég fékk að sjá Reykjavík með allt öðru móti á húsþaki blokkar í Sólheimum. Þar drukkum við inn áramótin með smá kampavíni, og ég fékk að kynnast nýjum lettneskum sið sem er sá að Aivar lét mig fá hundrað krónur sem ég átti að halda í hendinni þegar nýtt ár kom og hann átti að tákna það að mér muni ekki skorta neitt fjárhagslega þetta árið þar sem ég byrjaði það með pening í hendinni.hann á ég síðan að geyma allt árið..sem minnir mig á humm hvar er hann aftur?:/æ ég finn hann. En allaveganna: siðan kom mjög rómantískt augnablik með kossi og flugeldarnir sprungu allt í kringum okkur og inn í okkur:) ahhh varð bara að vera smá væmin þetta var bara svo ummmmm..:) Þið sem hafið upplifað það vitið hvað ég meina:)

Síðan hélt ég til Nönnu sætu og Aivar með vinum sínum annað. Fórum við Nanna á Nasa á 90' kvöld og váaa elska þessa tónlist!! þar var bara geggjað gaman, hittum Halldóru og Júlíu skvísur þar og hristum rassinn við geggjaða tónlist og helltum okkur drukknar. Síðan seinna um nóttina hitti ég svo Bjarna frænda og við sungum saman hátt við öll lögin, auðvitað kunnum við textann á öllum lögunum því við erum bara coolistar!:) Aivar mætti síðan á svæðið eftir að vinir hans fóru eitthvað snemma heim og hann varð bara einn eftir,það gekk ekki alveg og ég vildi sko ekki að hann færi bara heim þetta voru áramótin!! svo hann keypti sér bara miða inn á Nasa og kom og reyndi að djamma með okkur. Hann er reyndar ekki 90'laga fan svo hann var nú ekki að skemmta sér mikið. Svo komst hann að því að vinir hans voru ekki allir farnir svo hann kíkti til þeirra og ætlaði að koma aftur seinna. Á þeim tíma sem bæði vinkona mín Halldóra og Aivar voru ekki á staðnum.. þá byrjuðu ömurlegheitin...

Þetta var það sem mig minnir, en var svoldið full svo það er erfitt að segja sumt fyrir víst: Það voru slagsmál við hliðina á okkur..sem komu síðan aðeins of nálægt okkur, Bjarni reyndi þá eitthvað að skakka leikinn og ýtti við einum og sagði rólegur! gaurinn datt á gólfið..og þá réðust þeir að honum ég fékk bara sjokk og reyndi eitthvað að stía honum frá Bjarna og sagði honum að láta frænda minn í friði. En tókst ekki alveg...svo ég og nanna horðum bara shjokkeraðar á og gaurinn tók þá upp flösku og smallaði í andlitið á Bjarna!!! geðsjúkur maður!! við fengum glerbrotin í okkur og bjórinn í hárið. Og Bjarni var eins og gefa skilur alveg stórslasaður!! Hann var allur blóðugur.. ótrúlega mikið blóð og setti fullt af tissjúi til að reyna að stöðva blæðinguna við reyndum auðvitað að hjálpa honum en það var erfitt blæddi svo mikið:( síðan kom löggan og fór með hann á slysó þar sem þurfti að sauma 15 spor! úfff.

Síðan var ég að reyna að komast að vöskunum til að þvo blóðið af höndunum á mér. Ég spyr hvort ég megi komast framhjá til að þvo blóðið af mér en stelpa í röðinni segir bara NEI þú verður að bíða eins og allir aðrir. Ég segi þá við hana að ég ætli ekki á klósettið heldur bara að þvo blóðið af höndunum á mér!! hún segir NEI aftur þá er ég við það að bresta í grát og treð mér nú bara samt framhjá ætla ekki að standa bara þarna! Og þá fæ ég að heyra frá 2 stelpum: GUÐ hvað þú er ÓKURTEIS!! ég var þá hágrátandi og biðjandi afsökunar ég yrði bara að þvo blóðið af mér. Nanna var þegar komin að vöskunum og búin að þvo sér og ég segi henni frá þessu og hún er audda ekki sátt og ég bendi á þær sem voru svona rosalega ömurlegar og vonandi hafa þær skammast sín!! talaði mjög hátt og var illa grátandi svo þær hljóta að hafa skilið að ókurteisin var ekki hjá mér heldur hjá þeim!! Skil ekki svona hegðun. Áramótin fóru greinilega bara illa í suma.
Aivar kom aftur eftir þetta og við fórum fljótt heim var ekki alveg í stuði fyrir djamm eftir þetta

En já annars var mjög gaman fyrir þetta rugl:).Get ekki sagt annað..vona bara að árið verði gott líka, en örugglega bara eins og þetta kvöld: Góður tími og skemmtun með fjölskyldu,ættingjum og vinum, ást og rómantík, flugeldar á stundum þar,dans og meiri dans, drykkja þegar tíminn er réttur, einhver tár og ekki svo góðir atburðir en flest fer vel að lokum og lífið heldur sinn vanagang með skyldum og skemmtunum.

Auður fortuneteller