Auður lovedrunk

Saturday, December 16, 2006

Og tími ilmvatnsauglýsinganna gengur í garð...


Átti afmæli í gær 15.des og þurfti að vinna um kvöldið..fór samt að djamma með Nönnu eftir vinnu og það var nú bara alveg æðislega gaman:) Var samt svo fúl yfir að því að verða að vinna um kvöldið því það drap alveg afmælisstemninguna..leið ekkert eins og þessi dagur væri eitthvað sérstakari fyrir mig en aðrir..reyndar bauð amma mér í geggjað góða pizzu fyrir vinnu svo það var rosa plús og afmælisfílingurinn sveif yfir..:)

En svo kom ég í vinnuna og þá fór fílingurinn til fjandans. Gott fyrir fjandann, vont fyrir mig. Fílingurinn reyndi svo að skríða til baka á djamminu en þrátt fyrir frábært djamm þá kom hann bara hálfur til mín. Afmælisdagurinn minn var líka búinn, fórum á djammið eftir miðnætti..16.des gott fólk. Og 16.des laugardagskvöld þurfti ég að vinna líka!! arrgg mér langaði að gera allt annað en það! En ætla að hætta að kvarta ég skemmti mér bara rosa vel á afmælisdeginum mínum og dagurinn endaði mjög vel og fékk fullt af afmælisóskum og góðum gjöfum:)

En ein stór frétt er að ég er orðin frænka:) mjög stolt frænka, rosa lítil og ótrúlega sæt stelpa(eins og sést á myndinni hérna fyrir ofan) fæddist 10.desember og er bogamaður eins og ég:) greyið Ásta;) hún veit hvað bíður hennar..óttalega hreinskilið barn sem er algjör orkubolti;)

Svo fékk ég bíl í afmælis/jólagjöf frá Aivari..nei hann er ekki ríkur..þótt það væri audda great..Þetta er bara mjög gamall bíll sem þeir(Aivar og pabbi hans) áttu en þeir fengu sér nýjan og ætluðu að selja mér þennan. En Aivar ákvað að gefa mér hann bara og borga pabba sínum peninginn, þar sem hann vissi að ég er ótrúlega fátæk núna og verð áfram um óákveðinn tíma. En ég þarf samt að borga um 10.000 sem er samt mjög vel sloppið:) Fínn bíll sem virkar mjög vel, og með ný dekk.

Svo nú er ég ekki eins einangruð hérna í mosfellsbænum og get skroppið hvenær sem ég vil, hvert sem ég vil..Aaaaaaaa elska að vera komin með minn eigin bíl!!!!!:)

Bara margt gott að gerast og svo eru jólin að koma líka,sjíbbí, er að vinna á aðfangadag reyndar en ætla ekki að láta það eyðileggja jólin fyrir mér,er bara að vinna til 4 og ætla einungis að hugsa um allan peninginn sem ég mun fá aaaaaa money..slef.

Auður Working girl..

Monday, December 04, 2006

Hver er tilgangur lífsins?..svarið kemur eftir þetta auglýsingahlé.


já er að blogga ótrúlegt, það hefur ekkert gerst síðan síðasta blogg var skrifað.Jú ég er orðin blondari en ég var: sjá mynd;)Og svo náði ég mér í flensu og hún hélt mér í rúminu alla síðustu viku! dam'n her! Búin að jafna mig af flensunni og þá gengur próftímabilið í garð!hve mikinn tíma ætli það taki mig að jafna mig á því..?

Prófin eru jú byrjuð og ég reyndi eitthvað í dag að læra. Gekk erfiðlega því hausinn á mér vildi ekki hugsa um tölfræði, heldur eh annað mun heimspekilegra og dagurinn fór mikið í að hugsa um tilgang lífsins,hver er hann? afhverju þörfnumst við endalaust að afla okkur nýrrar þekkingar?. Afhverju erum við aldrei sátt við okkur í nútíðinni og hugsum alltaf endalaust til framtíðar? og allt verði betra þá,eða öfugt eyðileggjum nútiðina með því að hafa áhyggjur af framtíðinni.

Eða afhverju höfum við þessa fortíðarþrá og hugsum um hvað allt var betra ÞÁ og afhverju maður getur ekki upplifað ýmsa atburði aftur eða einfaldlega orðið barn aftur því jú eins og einhver sagði ignorance er bliss og börn hafa nú ekki miklar áhyggjur af hlutunum.. og svo auðvitað hin hliðin af fortíðarhugsunum að óska sér að hafa breytt öðruvísi,gert eitthvað, sagt eitthvað annað ÞÁ en við í raun gerðum eða velta sér upp úr löngu liðnum hlutum og láta þá hafa vond áhrif á líðan í nútíð....nútíðin er semsagt ekki alveg nógu góð fyrir okkur, veit að ég er ekki bara að tala fyrir sjálfa mig því veit að margir eru að hugsa það sama.

Hef reyndar hugsað um þetta allt lengi og fengið misgóð svör við síðustu spurningunum, eins og að fortíðin verður alltaf til staðar og allt sem gerðist gerði okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag bæði góðu hlutirnir og vondu, því megum við ekki gleyma. Og framtíðin mun alltaf koma þótt við þráumst við og kvíðum fyrir,því þá kemur hún of fljótt. Eða hlökkum til þá lætur hún sjá sig of seint fyrir okkar smekk. Við eigum ávallt eftir að hugsa um hvað bíði okkar eða gerðist áður. Engin leið til að dvelja algörlega í nútíðinni og ég efast um að nokkur maður hafi nokkurn tímann geta gert það algjörlega. En verum bara fegin, munum eftir góðu tímunum,dveljum ekki á vondu, hlökkum til en reynum að hafa ekki áhyggjur.

Um aðalspurninguna tilgang lífsins,þá held ég að svarið sé ekkert á leiðinni í bráð en látið mig bara vita ef þið hafið svarið? alveg til í að heyra það, þá get ég einbeitt mér að tölfræðinni:)

Já svona hefur hausinn á mér farið með mig í dag og hugsanir snúist hring eftir hring, hugsanir sem poppuðu skyndilega upp og fengu mig til að skrifa þetta blogg, þær eru fleiri sem krefjast þess að ég skrifi um þær, en ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum;)

Auður trying to make sense of it all!!!! maybe there is no sense,does that make sense?