Fenix rís úr öskunni..eða einhverju verra..
Bloggedí blogg muuuy bien eða mmmmkei..Ætti semsagt að halda áfram með ferðasöguna..humm nokkuð margt sem er gleymt og grafið þar..eða black out ollið vandamálum í hausnum á mér.
Allrighty þegar við komum á staðinn með rútunni ætluðum við beint á djammið,kl var 5-6 og sólin var að koma upp, ætluðum reyndar bara að chjékka á pleisinu, sem gaf okkur ekkert bestu first impression sem til eru. Geðveikt fullur sænskur strákur fór að elta okkur og grátbiðjandi um eh!!??
Kallað var á okkur, pretty girls og flautað af búlgörskum gaurum fyrir utan pínkulitla búð, áreitni á degi 1..svo við héldum bara beint inn á hótel og fórum að sofa, eftir að hafa hlustað á suma íslendingana kvarta yfir herbergjunum sínum,t.d var klósettið í einu herbergi beint undir sturtunni svo fólk gat farið í sturtu á klósettinu,..hummm hvað er verið að kvarta yfir því,geggjaður tímasparnaður;-)
Morgundagurinn var skemmtilegi dagurinn sem við villtumst(þegar við vorum að leita að helv. fundinum) og Nanna kyssi jörðina so to speak þegar við loksins fundum hótelið okkar eftir nokkra tíma göngu. Illa pirraðar,þreyttar,sveittar..úff byrjaði vel hjá okkur. Þetta var samt ekki eini dagurinn sem við ráfuðum um í svoldinn langann tíma að leita að einhverju, jú við fórum bjartsýnar í leit að rafmagnsbíl,sem okkur dauðlangaði að leigja en okkur skildist sem svo að þær leigur voru út um allt, sem var satt, en búið var að leigja alla bílana!! Svo við löbbuðum um í svoldið langann tíma og fórum í hring og viti menn þegar við vorum að nálgast hótelið okkar hinum megin við, hvað sjáum við nema rafmagnsbílaleigu, næstum við hliðina á hótelinu okkar!! aaaargggg en við vorum svo happy að sjá þetta loksins að við stukkum bara til og leigðum einn.
Ég keyrði svo mest um göturnar, bara litlu þar sem lítið af bílum voru,fengum ekki að fara á aðalgöturnar. Sem var reyndar fínt því við vorum í alveg nógu mikilli hættu þarna...
Lentum næstum í árekstri við rútu! göturnar voru of litlar fyrir báða aðila, þegar bílum var lagt til hliðar, ég ákvað að sleppa the game of chicken og fann út skemmtilega leið til að bakka, þurfti að stíga fæti út úr bílnum og ýta okkur með einni löpp afturábak..mikið hlegið af okkur og rútubílstjórinn gat ekki hætt að hlægja, en kom on..ég meina..ég er bara cool!! í alvöru!!..;-)
En núna ætla ég að tala um 1 af vondu hlutunum í þessari ferð, ógeðslegu hlutunum..svo þeir sem eru eh viðkvæmir á sálinni ættu að sleppa að lesa þennan hluta;-) Fenix hét djammstaðurinn, klósettið er sögustaðurinn ójá i kid u not..Ég kem þarna inn full og vitlaus..finn þessa nasty ógeðslegustu lykt sem til hefur verið..örugglega.. mér fannst það allaveganna! Hélt fyrst að hún kæmi nú bara af sjálfum klósettunum og ákveð að meika ekki alveg að fara þarna inn svo ég sest á stól þarna, en lyktin varð bara verri og verri þá lít ég upp af stólnum(sem var inn á klósettinu)og þá sé ég 2 stelpur, ein þeirra með fullt af þurrkum í höndunum sem voru útataðar í skít og hin ehemmm....jább..veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, en hún var búin að skíta á sig upp á bak, öll fötin hennar voru útötuð í skít,niðurgangi eða whatever,ojjjjjjjjjj ég fékk æluna upp í háls,hvernig fór hún að þessu, og vinkona hennar var að hjálpa henni að þurrka af henni skítinn!!..fæ enn martraðir....
Jæja muuuy bien ekki satt?? Þar sem þetta tók svoldið á að rifja upp svona hræðilega lífsreynslu ætla ég að segja þetta gott, en það er enn margt eftir í ferðasögunni Auður,Nanna, Ástrós og Helga bögga búlgarana...the neverending story
Auður I will never speak of this again..