Auður lovedrunk

Tuesday, July 25, 2006

Nananana Nananana hey hey hey goodbye:-)

Jibbííííí !!varð að byrja bloggið svona því ykkar dansmaniac er að fara og bögga búlgarana, 8 ágúst förum við Nanna til Sunny beach úfff like that name!! Það tókst loksins eftir mikið bögg og inn á milli bömmera að redda fríi í vinnunni, virtist ekkert vera að ganga að fá frí..þótt ég hafði reddað manni en það var víst ekki réttur maður osf osf!!! össsss....en þetta reddaðist allt að lokum og ég fékk mitt verðskuldaða frí, þótt ég hefði ekki beðið um það á réttum tíma..átti víst að vera með miðla til taks sem myndu segja mér að ég ætti að taka mér frí í ágúst til að fara til útlanda því það myndi koma upp að vinkona myndi bjóða mér með á þeim tíma!! ahaaa..því ég átti víst að biðja um frí í maí..en þar sem ég er ekki svo heppin að sjá inn í framtíðina eða hafa mína eigin persónulegu spákonu þá hafði ég bara ekki glóru. En bla bla bla nenni ekki að pæla í þessu því Búlgaría HERE I COME!;-)

Síðan er það bara í fréttum að lettarnir halda mér enn í sínum heljargreipum, eða réttara sagt einn letti og er mjög sátt í greipum hans hehehe reyna að vera sniðug með orð;-) Hann hefur reyndar ekki nennt að fara að dansa með mér neitt þar sem bærinn er víst enn að bögga hann eitthvað, en við kíktum nú samt saman í partý til Hildar vinkonu á laugardagskvöldið. Það var bara virkilega fínt, þrátt fyrir minni háttar óhapp þar sem ikea lampi fékk á baukinn...ehemm en það var víst allt í lagi.

Við fórum síðan auðvitað út í bæ eftir partýið, Aivar fór samt bara heim og ég hristi á mér rassinn vel og lengi með Hildi og vinkonu á Glaumbar, og get svarið að á tímabili vorum við umkringdar af gaurum sem voru að reyna eitthvað!! Við audda ýttum þeim í burtu (allar á föstu) og ég var komin með alveg á hreint röðina,fyrst ýta, síðan fingurinn, síðan segja bless með veifi. Notaði reyndar ekki fingurinn og ýtti ekki fast nema í neyðartilfellum þar sem einhver ógeð vildu ekki láta okkur vera. En samt geggjað gaman þrátt fyrir að vera sífellt að veifa bless..það var bara orðinn partur af dansinum hjá mér hehehe..;-)

Það var bara óvenjulega mikið af single strákum þetta kvöldið held þeir hafi komið frá gauknum þar sem hann er lokaður í smá tíma, og áttu því engan samastað gaukstrákarnir og því streymt inn á næst stað sem varð því tvöfaldur af gaurum í stelpuleit...það er mín kenning og i stick to it!!

Leiðinlegasti partu kvöldsins var reyndar þegar við lentum næstum í slag í leigubílaröðinni, því einhver know it all lúði sem var fyrir aftan okkur í röðinni móðgaði okkar ærlega!! Sagði að hann skildi ekki hvernig stelpur gætu gengið á svona skóm, kallaði mína nornarskó og hennar inniskó!! og benti á einhverja stelpu í stígvélum og sagði að þetta væri flott!!! Við vorum næstum búnar að ráðast á hann en ég sem eldri, segji ekki vitrari sagði bara fokkjú og sagðist fíla skóna okkar geggjað mikið og ég ætlaði sko ekki að hlusta á svona fyllirísröfl hjá einhverjum gaur!! Sem við gerðum svo ekki og hunsuðum hann restina af tímanum í röðinni! Hann þorði líka varla að segja neitt eftir það...hann hefði átt að vita betur..;-) veit gelgjulegt en ég móðgaðist samt!!

En thats all for know folks þarf víst að drífa mig í vinnuna, 9 tíma vinnudagur bíður sjíbbbí!!

Auður can u say tan?

Wednesday, July 12, 2006

Crazy cat lady dances like a maniac!!

Frídagur og þess vegna smá blogg..hell yeah! Þar sem það er komið svoldið langt síðan ég bloggaði síðast, er frá mörgu að segja. Hummm já mörgu...? Ég er komin í næstum fullkomna sátt við 10-11 þar sem vandamálið leystist, reyndar á óskemmtilegan hátt, en það leystist og ég var mjög ánægð að heyra að vandamálið var rekið úr búðinni og sagt að láta ekki sjá sig þegar ég er að vinna!! Vona bara að þetta vandamál fái sitt, gets its coming uppen eða eitthvað?

Ég fékk smá afsökunarbeiðni og var sagt að þeir vildu halda í mig í búðinni.. svo ég bara tók því. Er núna að vinna eins og crazy person reyndar, be careful what you ask for segi ég bara. En er samt sátt þar sem ég bara verð að fá smá pening..love da money eins og allir vita, eða reyndar love spending da money!!;-)

Síðan var lokadjamm á íslandinu með Bjarna frænda á föstudagskvöldið, dam'n hvað ég er ekki sátt við að hann sé búinn að flýja landið! Karlmaður sem nennir að dansa og fílar ALLA sömu tónlistina er mjög rare! dansmaniacs...sniff..sniff góðar minningar;-) Það er þó nokkuð víst að ég ætla að misnota gestrisni hans í danmörkinni, múhahahaha evil plans...búinn að bjóða mér og getur ekki tekið það til baka!!! Múhahaha varð bara að hafa smá illan hlátur aftur;-)

En ég verð víst bara að sætta mig við hvarf kkdansfélagans og er eiginlega búin að redda staðgengli sem er nokkuð hress á dansgólfinu ef hann nennir að koma með mér út í bæ það er að segja!! Víst orðinn leiður á bænum eftir stanslaust djamm síðan hann kom til landsins í desember, en hey yours truely hefur djammað síðan í janúar stanslaust...humm og ekki orðin leið ennþá, en hann hefur reyndar mánuð yfir mig í djamminu. Ætli ég verði þá leið eftir mánuð...Vitiði naaaahhh held ekki!!! ef maður er háður einhverju þá held ég að það sé erfitt að verða leiður, háð að hrista á mér rassinn!! jamm það er ég...;-)

En ég hef stelpurnar mínar sem nenna nú oftast alltaf að dansa, já heppin ég:-) Halldóra dansfélagi er reyndar aðeins out of commision en hún kom nú samt að dansa föstudagskvöldið, lét sig hafa það, já við erum víst báðar háðar því að hrista rassinn, þótt hún geri það aðeins betur en ég, dansæfingar í mörg ár og íslandsmeistari þar.. úfff. En ég hef samt líka sálina eins og hún og reyni mitt besta og þar sem ég hef heldur betur æft mig síðan í janúar að dansa og dansa þá er þetta allt að koma, æ reyndar skiptir það mig engu.. gleyma mér í dansinum újee beibí, bíttar engu hvernig;-) dansmaniac...jebbb.

Já síðan er það alveg víst og nýjast nýtt að lettarnir hafa sína töfra..sá þá reyndar ekki áður..en núna vúhúu dam'n. Fer kannski bara aldrei aftur í íslensku strákana..lettarnir hafa náð mér á sína hlið..dark side eða otherwise verður bara að koma í ljós;-) Já nýtt slúður fyrir ykkur öll...sjíbbí. Auður og Aivar lettastrákur. Segi ekki meira;-)

Næsta mánuð verð ég svo heimilislaus , 31 ágúst komin á götuna.. þar sem ég hef ekki enn fundið mér meðleigjanda og íbúð. Er að pæla að ditcha bara ísland eins og sumir og fara til Búlgaríu með Nönnu vinkonu í ágúst, gerast ólöglegur innflyjandi þar bara! Eða bara fara í litla ,,heimsókn'' til danmerkur til Bjarna;-) Sagðist hafa evil plans;-) nei nei í allri alvöru þá fer ég kannski í smá skemmtiferð til Búlgaríu 8 ágúst ef ég er búin að redda fríi, peningum, íbúð og meðleigjanda fyrir þann tíma..ehemmmm stórt EF hér, þar sem það er næstum ómögulegt, en aldrei að segja aldrei...;-) Mig dreymir um sól og sand dúdúrúrú....

Auður verðandi homeless crazy cat lady