Auður lovedrunk

Tuesday, May 30, 2006

Independent and very bored...

Þar sem ég er gjörsamlega cut of from the rest of the world núna í mínum litla heimi í stúdentagörðunum, hef ég nú ekki getað bloggað mikið, finnst best að gera það í þægindum heima, með fartölvu. En þar sem einhver, þú veist hver þú ert, er að pressa á mig að blogga, þá verð ég víst að gera það hérna, í Odda... í háskólanum..umkringd fólki.. Sjíbbíi..

Nei nei þetta verður bara að duga þangað til ég get drullað mér að kaupa fartölvu, hún bíður eftir mér þarna úti.. ég veit það..Ég hef bara aldrei verið svona ótæknivædd áður, engin tölva, og bara ein stöð í sjónvarpinu sem ég get horft á, þar sem ég er ekki með fjarstýringuna á sjónvarpinu og get ekkert stillt inn #%$#&%$&%$#" ég bara bölva, dem them all to heck..og að lokum engin tónlist eða þættir úr tölvu, svo það er bara að ofnota gömlu diskana mína, mikið af nirvana,cypress hill..osf í gangi núna hjá mér..

Jámm independent women má kalla mig núna, því ég er flutt í stúdentagarðana, reyndar bara í 3 mánuði, þá er ég komin á götuna, en þetta er mjög fínt. Einmanaleikinn hefur samt verið að hrjá mig, svo ég hér með býð fólki, hverjum sem er að koma til mín, horfa á video og vorkenna mér. Bara einhver,anyone..annars verð ég að taka drastic measures..banka upp hjá nágrönnunum..og segja hæ,viltu vera memmmm....
Reyndar er eini tíminn sem ég get hitt fólk á daginn og næturnar, svo ef einhver vill skrópa í vinnunni eða hanga með mér í myrkrinu og fá engan svefn fyrir vinnuna, þá hvet ég til þess;)
Vinnan tekur af mér flest kvöld, get varla beðið eftir fríkvöldunum. Loksins company..

En ég er hætt að röfla. Ég hélt innflutningspartý núna síðasta laugardagskvöld, helvíti fínt, margir sem mættu í litla íbúð, en það gekk samt upp þar sem fólk skiptist á að vera inni og úti á svölum...og rúmið heillaði marga og legið var þar og spjallað. Hver segir að ekki sé hægt að redda sér.. ekki ég. Nei nei bara fegin að það voru samt ekki fleiri.

Síðan var bara labbað út í bæ.. össss hélt að það væri svo nice, vera svona nálægt bænum, tekinn göngutúr bara..en ég lá samt í símanum að reyna að redda leigubíl(alltaf á tali,stúdentaskítur) því ég var ekki að meika það að labba í nýju háhæluðu skónum mínum, og þar sem ég er þrjósk, fór ég ekki úr þeim! beauty is pain..eða horror! Ég fékk samt far hjá Birki vini í formi piggy bag ride. Nokkuð sátt við það, takk takk. Skemmtilegt kvöld..vil enda með þökkum.. takk fyrir hjálpina Inga mín, og þolinmæði í innkaupum. Og svo takk bara allir sem mættu á svæðið og sýndu á sér sínu bestu hliðar:)

Og auðvitað líka hamingjuóskir til elsku besta afa míns, til hamingju með afmælið í dag, hafðu það sem best í dag sem og alla daga:)

Auður big fan of piggy bag rides..

Wednesday, May 17, 2006

When boybands roamed the earth..

Hóst hóst..skirp..öööhh..bjakk.. já verð bara að byrja þetta svona núna, því svona líður mér á þessari stundu..struck down in the prime of djamming..jább veik..líkaminn er aldeilis að láta vita af sér núna, þar sem ég neitaði að hlusta á hann fyrir viku síðan. Hálsbólga og hiti létu kræla á sér þá, en ég fór bara í afneitun og djammaði alla helgina. Og aftur helgina eftir það...

Svo fór ég að vinna á mánudaginn,smá þreytt en það var allt og sumt..en hálsbólgan kom aftur um kvöldið 3x verri(hvíslandi hás) og um 11 leytið skalf ég við kassann með 38.5 stiga hita ussss..hún var komin aftur og í hefndarhug..svo núna til að gefa líkamanum smá séns,því ég hef nú verið að ofreyna mig aðeins síðustu vikur, hef ég bara legið, sofið, og horft á tv síðan ég kom heim á aðfaranótt þriðjudags..horft og hlegið með futurama, svo aðeins meira með friends..hóst hóst haha hóst hóst..ehemm..

Hitinn virðist samt ekkert vera að fara,dem him, kannski er líkaminn bara að double chjékka og gera það öruggt að ég verði nú áfram í rúminu, því þar á ég víst að vera..vonandi ekki mikið lengur, eurovision djammið framundan og svolleiðis..en hver veit kannski verð ég bara heima að horfa á Silvíu night superstar..ég er að vorkenna mér svoldið mikið núna..you better do the same!!!;)

En ég verð nú líka að tala um helgina sem leið...vá frábært laugardagskvöldið, Pabbi minn átti 5o ára afmæli og auðvitað var haldið vel upp á það. Við systurnar, Ég, Ásta og Hafný skutluðumst upp í Selfoss og undirbjuggum salinn á hótel Selfossi fyrir afmælið sem varð auðvitað flottasti skreytti salur ever, því við erum snillingar af guðs náð..danke danke..;)

Og síðan byrjaði fólkið að streyma inn, mikið af fólki og rosa góð stemming. Seinna um kvöldið var svo komið að því að lesa upp kveðjur úr minningabókinni sem við systurnar, ég ,Ásta Hafný og Henný,gerðum fyrir pabba, voru semsagt kveðjur og minningar frá ættingum og vinum, og fullt af skemmtilegum myndum of course;)(pabbi minn þú varst helv. flottur með mottuna);) Og þegar við lásum persónulegu kveðjurnar frá okkur voru auðvitað tilfinningarnar alveg rúllandi..not a dry eye in the house.. kannski smá ýkjur en úff bara frábært:)

Síðan var djúsað og djammað og dansað það sem eftir var og hljómsveitin hans pabba var frábær eins og alltaf. Kíkti svo niður í bæ með Hafnýju um nóttina, sem ég týndi því miður fljótt, en hitti Bjarna og fleira fólk og við vorum dans maniacs restina af nóttinni..bara frábært kvöld og nótt.
Til hamingju með afmælið aftur elsku pabbi minn,takk fyrir mig :)

Nú ætla ég að fara aftur upp í rúm og vorkenna mér aðeins meira...

Auður the hoarse whisperer

Monday, May 08, 2006

Einn dans við mig,dúrúrúrúrú..

Helgin mín var mjög athyglisverð eða áhugaverð eða hvað sem þið viljið kallað það, þar sem ég fór á einhleypinga/stelpu djamm bæði á föstudag og laugardagskvöld..mikið djamm, mikið gaman:)

Föstudagsdjammið byrjaði nú á því að ég fór og hitti Halldóru skvísu á Classic og við fórum í pool, var reyndar hálf neytt mig því ég verð að segja að ísland hefur séð betri playera en mig ehemmm, byrjaði á því að skjóta hvítu kúlunni beint ofan í vasa..það fór þó kúla ofan í fyrsta skoti.. hummm.. ekki satt?:) Og Halldóra skaut henni svo af borðinu....össss við erum svo góðar. Eftir laaaaangan leik, þá kíktum við til hennar og ég byrjaði að djúsa af alvöru hjá henni og mæla hvern krók og kima í íbúðinni minni/hennar og plana hvar ég ætla að setja sófann minn og stuff;) hostile yfirtakan er á leiðinni Halldóra mín múhahahahaha...;) En allaveganna eftir nokkra fórum við og sóttum Helenu vinkonu Halldóru og fórum í bæinn..fórum barasta út um allt og svitnuðum heavy mikið við dansinn,geggjað sexy sveittar gellur úffff..;) kynntist svo stelpu sem hét Svandís og við djömmuðum saman eftir að hinar stelpurnar fóru heim..

Eftir að öllum stöðum í bænum var búið að loka fórum við í eftirpartý með skrautlegu fólki og chilluðum þar í smátíma þar til við ákvöðum að nóg væri nóg, kominn dagur bara og héldum heim.....bara geggjað gaman þetta kvöld fyrir utan smá fyllirísbögg sem gerist nú..svolleiðis er það bara stundum..en takk fyrir djammið stelpur alltaf gaman...alltaf stuð:)

Á laugardagskvöldið fór ég aftur til Halldóru og ég aðeins of þunn ákvað nú samt að reyna mitt besta að skemmta mér,lífið er ekki til að hanga heima hjá sér..er það!! jamm ég er eh að reyna að sannfæra mig..ehemm. Við fórum aftur í bæinn og hittum gæja sem Halldóra var með í bekk í grunnskóla.. hún var nú ekkert að þekkja hann fyrst(breyst svoldið mikið)(hafa það ekki flestir?) en það kom nú að lokum og við skemmtum okkur bara helvíti vel með honum og vini hans..var barasta jafn lengi á djamminu og á föstudagsnóttinni.

Daginn eftir vöknuðum við Halldóra við sól og blíðu og skelltum okkur á Austurvöll til að sleikja sólina aðeins, ég í minni skemmtilegu þynnku, næstum sofnaði bara þarna á bekk á austurvöll.zzzzzzz..en nei ég þurfti að fara að vinna og skýin voru komin svo maður dreif sig bara og fór í kassastelpu mode..ready for action eða ekki...svefngalsinn var að drepa mig þarna í vinnunni um kvöldið og á tímabili var ég farin að dansa um alla búð..verður maður ekki að skemmta sér í vinnunni;)

Svo til að sum it up helgin hjá mér fór í dans dans og aðeins meiri dans.. jább good shit og nú er málið svefn svefn og aðeins meiri svefn...:)

Auður dance till u drop