Auður lovedrunk

Wednesday, November 07, 2007

Halloween!!!!!!!

Hææææ, ákvað að blogga smá, of langt síðan síðast! það sem er að frétta er allt great!
Fór á æðislegt djamm um helgina, sexy búningadjamm það var bara ótrúlega gaman. Ég og Nanna fórum til Fanneyjar laugardagskvöldið en þar voru fullt af stelpum í flottum búningum. Ég var mile high captain og Nanna hjúkka, Halldóra maid, Fanney kisa...allt svona rosa sexy búningar;)
Svo var það Anna skólastelpa, Íris pin up girl, Júlía call on me girl alveg ótrúlega flottar:) stelpa sem heitir Hilma kom svo og hafði smá kynningu frá Adam og Evu þar sem hún vinnur, fengum að sjá marga mjög skemmtilega hluti:P jeh baby! síðan var bara drukkið hjá Fanneyju heillengi og fórum svo út í bæ og fengum skemmtilega mikla athygli þar í búningunum okkar.;)..einkar skemmtileg Halloween! :D
Reyndar gerðist það að Halldóra fékk astmakast/ofnæmiskast og þurfti að fara á spítala um nóttina, fólk(dyraverðir og Lögregla) var ekki mikið að reyna að hjálpa henni þar sem þau héldu að hún væri bara full! hlutirnir hefðu getað orðið mun verri út af því,bara eins gott að hún komst á spítalann loksins. Hún er góð núna en þurfti að vera þar yfir nótt.

Hér eru 3 myndir frá fyrr um kvöldið....






Hópmynd af okkur öllum:)
Ég og Nanna :)
Halldóra súpersexy:D

Ætla ekki að setja fleiri myndir inn, en það eru fleiri myndir á myspace.com/audurella
fullt fullt fullt af myndum þar af öllum skvísunum:D


Auður Mile high captain.

Wednesday, September 19, 2007

Af og til my head is spinning...

Merkilegt hvað er hægt að finna mörg lög sem sýna hvernig manni líður stundum....

Monday, August 13, 2007

Búið...

Þar sem mér líður betur að tala um hlutina ætla ég að skrifa um þá líka. Allaveganna mjög stutt.
Ég og Aivar hættum saman í gær:( við hættum saman i góðu og erum bara vinir núna. Þetta er allt ótrúlega erfitt, virkilega sárt:(Algjör breyting..hætta að hittast..við höfum verið næstum samanföst síðan við byrjuðum saman og nú þarf ég að venjast því að vera ein:(

Ég er komin til mömmu í mosó og flyt hingað í vikunni með kisunni minni Blíðu. Fuglinn minn Máni þarf að fara aftur til pabba Aivars það er mjög erfitt líka þar sem ég þykir mjög vænt um hann og mér hefur fundist hann líða vel hjá mér. En svona er þetta bara, ég hef misst þá báða og ég þarf að sætta mig við það. lífið hefur breyst aftur, þarf að venja mig aftur við nýjar aðstæður. Allir styðja vel við bakið á mér fjölskylda og vinir og það gerir þetta mun auðveldara. Og líka er fjölskyldan mín yndisleg að leyfa mér að koma aftur og aftur heim. Og aftur segi ég: life is what happens to you while you are busy making other plans. Sagði þetta í fyrra og segi þetta aftur núna.

Friday, August 10, 2007

new NEWS!

Halló!! smá fréttir..
Í fyrsta lagi ég frem fjöldamorð í hvert sinn sem ég fer í bað eða sturtu... já í alvöru.. þó nokkuð mikið af maurum eða litlum flugum sem kunna ekki að fljúga eru í baðinu mínu og þær skolast allar niður þegar ég kveikji á vatninu. Ég fæ samviskubit. ójá. alltaf. Og alltaf poppa þeir aftur og aftur upp í baðinu mínu! veit ekki hvaðan þeir koma, en ég er orðin svoldið leið á að fá alltaf samviskubit þegar ég fer í bað! hrumpf. Varð bara að koma þessu frá mér:)

Annars er annað í fréttum að ég fór loksins í bústaðinn til ömmu og afa eftir 2 ára fjarveru, um verslunarmannahelgina. Það var æðislegt!! fínt veður, ferð í heita pottinn og smá brúnka loksins;)
Það var bara svo gott að komast frá bænum, vinnunni og stressinu. AaaaaHHHHHHH bara yndislegt!Nákvæmlega sem ég þurfti. Bara vera með famelíunni,slaka á og gera ekki neitt nema spila kannski og lesa og svo éta og éta nammi og ótrúlega mikið af góðum mat. Var illilega stuffed þegar ég kom heim;)

Ég er voða happy með lífið eins og það gengur núna, nóg að vinna og litlar áhyggjur. Annað sem ég get þó sagt er að ég er búin að selja sportbílinn þar sem hann var alltaf að bila og ekki alveg þess virði að vera alltaf að laga hann,svo við erum bara á einum bíl núna, sem virkar bara ágætlega,ég labba bara í vinnuna. En þarf samt að fara að kaupa mér hjól! very interesting stuff i know;) en þetta er það sem er að gerast núna hjá mér, bara lífið like we know it:) same old same old. but the old is good..i know it so well:)

Væri samt alveg til í að breyta alveg um gír, og bara gera eitthvað allt annað! fara í skyndiferð út eða bara whatever! en ég þarf samt ekki á því að halda núna, er svo ánægð með allt:) En framtíðin mun auðvitað bera eitthvað allt annað í skauti sér sem á samt eftir að vera svo furðulega kunnulegt;) Ef þið vitið ekki hvað ég meina þá skiptir það engu. Bara lífið er og verður same old same old með litlum útúrdúrum hér og þar. Hægt að hlakka til útúrdúranna og bara njóta alls hins venjulega stuffsins:)

jæja ég er hætt að rugla.

Auður no news is good news...sometimes:)

Friday, June 15, 2007

Double the fun or the chin....

Jæja þar sem ég er veik núna á þessum föstudegi ei til fjárs og hef nægan tíma, semsagt leiðist ætla ég að blogga aðeins..
það er nú svoldið margt búið að gerast síðan síðast þar sem ég hef ekki nennt að blogga neitt, fer frekar á myspace, er svoldið vel hooked á því, búin að gleyma nokkurn veginn hve gaman það getur verið að skrifa aðeins um liðna atburði. Held að það þurfi svoldið, hef lúmskt gaman að því að fara í gömul blogg sem ég hef skrifað og rifja upp gamla tíma. Svo það er best að fara að skrifa meira svo ég geti nú í framtíðinni skoðað og skemmt mér;)

Fyrst í fréttum er að ég er byrjuð að vinna í fatabúð í kringlunni, rosa fínt starf hefði aldrei giskað á hve gaman það er að vera sölukona:) og aldrei giskað á að ég væri actually góð í því!! hehe já mér gengur bara ágætlega á því sviði, og finnst geggjað gaman í vinnunni:) svo ég er nú bara nokkuð ánægð með lífið þessa dagana:)

Verð líklegast í 75 % starfi þar og hlutastarfi ennþá í 10-11 svo nóg money næstu mánuði. Og þar sem ég ætla að taka mér ársfrí í Háskólanum, held ég bara áfram að vinna fullt fram á næsta ár,sem ég er bara nokkuð ánægð með. Þarf smá lærdómshlé,held ég, var ekki með nægan áhuga fyrir neinu síðustu mánuðina í skólanum sem var auðvitað ekki nógu gott:/ en svona er það bara stundum. Fer bara vonandi á fullt skrið þegar ég byrja næst í skólanum. Í hvaða fagi sem ég á endanum ákveð að fara í...

Svo smá djammfréttir, fyrir svolitlu síðan fór ég í útskriftarveislu til Nönnu beib og það var bara mjög gaman, endaði skringilega fyrir marga, meira fyrir suma;) en var bara fínt djamm. Síðan var djamm síðustu helgi hjá Nönnu líka, við vorum 4 stelpurnar, Ég Nanna, Harpa og Rut..algjört stelpudjamm! rosa trúnó osf, rosa gaman og ég gerði mig að smá fífli;) sem fylgir oft. En já Nanna kom með einhverskonar magaæfingartæki sem þú rúllar eftir gólfinu. Heldur semsagt í það og ferð í armbeygjustellingu og lætur þig síðan rúlla fram og til baka, svaka workout og audda vildi ég prufa, blindfull og vitlaus og hugsandi um magavöðvana;) ég byrja..næ einni, svo bara klikkar eitthvað og ég missi takið og skell á góflinu, hakan fyrst...hehe jámm..Rut verðandi hjúkka kemur og hjálpar og mér að komast af gólfinu, og athuga hvort eitthvað hafi brotnað, en nei eins gott gerði það það ekki, en ég fékk stóra kúlu á hökuna, sást kannski ekki mjög vel en það sást samt eitthvað,var eitthvað skringilega útlítandi, mér fannst ég hafa tvöfalda höku á tímabili! svoldid sárt og svo fórum við á djammið og ég svona útlítandi..ég set myndirnar inn og þið getið dæmt um það sjálf hvort ég lít út eins og...jáumm?spurning, allaveganna ekki mjög sexy...;)

En núna ætla ég að hætta...nóg komið í bili. Ætla að skrifa oftar, ef ég nenni;)

Auður ex double chin

Monday, April 16, 2007

Hey hey hey hey hey og meira hey!

HEY HEY..get ekki sagt meira en það eftir svona langa fjarveru.Margt búið að gerast svo sem en lítið sem mér hefur mikið langað að tala um..þið sem umgangist mig vitið hvað ég meina..

Allt hefur verið svo skringilegt eitthvað og lífið hefur verið í lægð get ég sagt síðustu vikur...letin er að drepa mig og held að það sé vegna þess að nú veit ég að þetta er síðasti séns að koma mér í gang og læra!! prófin nálgast óðfluga og ég er enn í einhverju móki...hef jú verið að gera mitt og svolleiðis í skólanum en ekki með þeim rosa áhuga sem ég bjóst við að ég myndi hafa. Hefur oft verið þannig að þegar ég ákveð að ég vil eitthvað þá fæ ég það..hvort sem það er áhugi eða þessi rosa hvati að ganga vel í einhverju. Nú er það þannig að ég er mjög óákveðin og hef ekki ákveðið neitt..og líð því bara um lifið og geri mitt..það sem er nauðsynlegt að gera en ekki neitt meira en það..sjúkdómur um meðalleika kannski.

En afhverju bíð ég eftir innblástri en leita ekki að honum sjálf það er spurningin...get ekki lengur beðið eftir að lífið verði áhugaverðara, verð að gera það áhugaverðara...can't sit around and wait for life to ,,begin'' because life does not wait for me....

Úff já ég er að missa mig í heimspekilegum vangaveltum eins og gengur og gerist hjá mér..
Fyrir utan þetta er allt bara rosa gott og lífið getur verið gott og skemmtilegt fyrir utan 2 atburði..en það lagast allt þar vonandi..veit að allt verður betra hjá einum en vona og bið!! að allt verði betra hjá hinum..þetta kemur í ljós.. en ætla ekki að fara nánar út í þetta.

En förum endilega nánar út í skemmtilegheitin:) Fór í party með Nönnu skvísu núna síðasta laugardag.. það var bara geggjað gaman og fullt af skemmtilegu fólki:)..fórum öll á Hressó og vorum þar til lokunar geðveikt sveittar eftir dans á heitasta dansgólfi borgarinnar. Shit!! hvað var heitt þarna!! held að allur farðinn sem ég setti svo vandlega á fyrr um kvöldið hafi runnið af mér og það var ómögulegt að reyna að fríska eitthvað upp á sig um lokin svo sveitt var ég!!púff og hárið audda vel fluffy,blautt og fast við andlitið..;) Það var samt ekkert að stoppa gömlu kallana að reyna vel við mann á dansgólfinu og var það orðið vel pirrandi! en það var gott að eiga góða strákavini sem ýttu þeim í burtu og björguðu manni:) takk takk..
Nanna reddaði okkur öllum inn VIP vegna skemmtilegra tengsla við einn barþjón á svæðinu;)svo það var pretty nice þar sem ringdi og ringdi og svo var vindur on top of that!
Svo vorum við stór hópur í endanum á dansgólfinu og það var bara frábært..

hefði verið löngu farin heim ef þetta hefði ekki verið svona ótrúlega gaman..egóið komið upp í topp vegna áfengis og annars skemmtilegheits:)þurfti nebbilega að fara að vinna daginn eftir svaf bara 4 tíma og var illa þunn í vinnunni en þetta var bara worth it:) takk fyrir að draga mig út Nanna mín;)

Annars hef ég ekki meira að segja.. ég er farin að leita að innblástri og er ákveðin að finna hann.

Auður innblástur here i come!!!!

Thursday, March 08, 2007

Auður í Grænuhlíð:)

Er aftur orðin ótæknivædd jíbbí, hlé frá fréttum og endurtekningum á skjá einum,sirkus og stöð 2, og svo netsíðum sem ég fer aftur og aftur á þótt ekkert hafi breyst þar eða lítið sé að finna og svo auðvitað bloggsíðurnar sem maður fer í nokkrum sinnum á dag. Ótrúlegt hvað allt svona getur orðið af of mikilli rútínu:vakna fara í tölvuna kíkja á allar venjulegu síðurnar og vafra þar um í óhugnalega langann tíma og síðan missa sig í crappy sjónvarpsþáttum eins og spænska þættinum á stöð 2 með feitu/grönnu stelpunni bara til að gera eitthvað annað en að læra;)....Get þó sagt að ég sakna nú ekki stöð 1 þar sem ég er í mótþróa gegn henni og finnst allt leiðinleg þar þótt sýndir séu góðir þættir þar eins og ugly betty og lost get bara ekki horft á þá á stöð eitt..fordómar..veit.:P Er núna bara í heimsókn í moso(fyrra heimili) þar sem ég fæ nasaþefinn af tækninni aftur og auðvitað strax farin í tölvuna;)

Ástæðan fyrir því að ég er komin aftur í tímann í tækni er sú að ég er flutt í bæinn, í Grænuhlíð rétt hjá kringlunni. Æðisleg staðsetning þó kringlan kalli aðeins meira í mann en áður þar sem hún er svona rosalega nálægt... þyrfti helst að fara þangað án veskisins míns eða allaveganna geyma kreditkortið heima:P Við fluttum í litla kjallaraíbúð núna í vikunni,kíktum á hana á mánudeginum.. fluttum inn daginn eftir;) Svo núna bý ég með kærastanum Aivari og svo manni sem heitir Einars sem er fjölskylduvinur Aivars og vinnur líka með honum.. Er allvön að búa með kærasta en hafa meðleigjanda sem ég get ekki einu sinni talað við því hann talar ekki ensku mikið er skrítið!! En held að það venjist þó fljótlega..vonandi..

Annars er ég bara voða happy með íbúðina þótt það sé margt að bögga mig og Aivar. Plúsarnir við hana eru stórir gluggar í stofu og herbergjum. Mikið skápapláss.. og sófar sem voru skildir eftir fyrir okkur:) og svo ágætlega fallegt baðherbergi með baði og sturtu. Rúmgott svefnherbergi og stofa. Einnig sameiginlegt þvottahús sem er gott. Mínusarnir eru leigan:120000 á mánuði fyrir 70 ferm. 3 herbergja íbúð en við erum 3 svo það er ekki svo slæmt..leituðum lengi og það virtist sem erfitt sé að finna góða íbúð af þessari stærð á mikið minna en þetta..Svo virðist sem ekki sé hægt að tengja sjónvarpið hjá okkur, loftnetið er eh crappy svo við getum ekkert horft á sjónvarpið!( ég er sjónvarpsfíkill!! svo ég er í svolitlu uppnámi þessa dagana;))..þurfum víst að fá okkur adsl tengingu þar sem við getum fengið sjónvarpið í gegn um hana. En tölvan mín bjargar mér at the moment og ég get horft endalaust á friends í henni;)

Annar mínus eru maurar á baðherbergisgólfinu dam'n hvað ég varð brjáluð þegar ég sá þá skríða á gólfinu marga saman!! En Aivar maurakiller kom og bjargaði deginum en það spretta alltaf fleiri upp!!! arrrg. En við þurfum bara að finna holuna þar sem þeir koma upp og eitra vel fyrir þeim..the hunt has begun...múhahaha..

Annað er ég mjög sátt við íbúðina og líður geggjað vel að vera orðin sjálfstæð aftur:) Svo er allt núna svo nálægt, erum í 10 mín fjarlægð frá vinnu,skóla og líkamsrækt:) rosa happy!:) komst samt að því fyrsta kvöldið þegar við vorum að koma okkur fyrir að ég er virkilega mikill stjórnfíkill. Þarf að stjórna hvar allt fer og hvernig..og fer í fýlu ef eh fer ekki eftir mínu höfði..já þið getið ímyndað ykkur undrun Aivars þegar ég fór allt í einu að öskra á hann að matarolíurnar ættu ekki að vera ofan á eldhúsborðinu!!! heldur faldar vel inn í skáp!! ekkert ætti að vera ofan á borðinu sem væri ekki einhvers konar skreyting eða þess lags!!

ahamm jáumm og þar sem Aivar er ekki þessi strákur sem segir já amen við öllu lét hann mig heyra það hann hann væri ekki sáttur við svona unrational hegðun og komu smá ,,umræður''um að:Allt ætti eftir að vera eftir mínu höfði og engar málamiðlanir! ekki nógu gott..hann eftirlét mér samt að ráða flest öllu,hvar og hvernig hlutirnir eiga að vera... þar sem það skiptir mig svo miklu máli...en hann eiginlega engu. Ég þarf bara eitthvað svo að hafa allt fullkomið og á réttum stað. En með stærri hluti þarf ég að læra að gera málamiðlarnir;) Og spyrja aðra hvernig þeir myndu vilja hafa þá líka;) Ekki bara segja svona verður þetta punktur og pasta..hehe já ég reyni mitt besta;) Ætla ekki að verða eins og Bree í desparete housewifes;)
Nú þarf ég/við bara að læra almennilega að elda....úff það verður skrautlegt;)

Auður í Grænuhlíð..