Auður lovedrunk

Thursday, March 08, 2007

Auður í Grænuhlíð:)

Er aftur orðin ótæknivædd jíbbí, hlé frá fréttum og endurtekningum á skjá einum,sirkus og stöð 2, og svo netsíðum sem ég fer aftur og aftur á þótt ekkert hafi breyst þar eða lítið sé að finna og svo auðvitað bloggsíðurnar sem maður fer í nokkrum sinnum á dag. Ótrúlegt hvað allt svona getur orðið af of mikilli rútínu:vakna fara í tölvuna kíkja á allar venjulegu síðurnar og vafra þar um í óhugnalega langann tíma og síðan missa sig í crappy sjónvarpsþáttum eins og spænska þættinum á stöð 2 með feitu/grönnu stelpunni bara til að gera eitthvað annað en að læra;)....Get þó sagt að ég sakna nú ekki stöð 1 þar sem ég er í mótþróa gegn henni og finnst allt leiðinleg þar þótt sýndir séu góðir þættir þar eins og ugly betty og lost get bara ekki horft á þá á stöð eitt..fordómar..veit.:P Er núna bara í heimsókn í moso(fyrra heimili) þar sem ég fæ nasaþefinn af tækninni aftur og auðvitað strax farin í tölvuna;)

Ástæðan fyrir því að ég er komin aftur í tímann í tækni er sú að ég er flutt í bæinn, í Grænuhlíð rétt hjá kringlunni. Æðisleg staðsetning þó kringlan kalli aðeins meira í mann en áður þar sem hún er svona rosalega nálægt... þyrfti helst að fara þangað án veskisins míns eða allaveganna geyma kreditkortið heima:P Við fluttum í litla kjallaraíbúð núna í vikunni,kíktum á hana á mánudeginum.. fluttum inn daginn eftir;) Svo núna bý ég með kærastanum Aivari og svo manni sem heitir Einars sem er fjölskylduvinur Aivars og vinnur líka með honum.. Er allvön að búa með kærasta en hafa meðleigjanda sem ég get ekki einu sinni talað við því hann talar ekki ensku mikið er skrítið!! En held að það venjist þó fljótlega..vonandi..

Annars er ég bara voða happy með íbúðina þótt það sé margt að bögga mig og Aivar. Plúsarnir við hana eru stórir gluggar í stofu og herbergjum. Mikið skápapláss.. og sófar sem voru skildir eftir fyrir okkur:) og svo ágætlega fallegt baðherbergi með baði og sturtu. Rúmgott svefnherbergi og stofa. Einnig sameiginlegt þvottahús sem er gott. Mínusarnir eru leigan:120000 á mánuði fyrir 70 ferm. 3 herbergja íbúð en við erum 3 svo það er ekki svo slæmt..leituðum lengi og það virtist sem erfitt sé að finna góða íbúð af þessari stærð á mikið minna en þetta..Svo virðist sem ekki sé hægt að tengja sjónvarpið hjá okkur, loftnetið er eh crappy svo við getum ekkert horft á sjónvarpið!( ég er sjónvarpsfíkill!! svo ég er í svolitlu uppnámi þessa dagana;))..þurfum víst að fá okkur adsl tengingu þar sem við getum fengið sjónvarpið í gegn um hana. En tölvan mín bjargar mér at the moment og ég get horft endalaust á friends í henni;)

Annar mínus eru maurar á baðherbergisgólfinu dam'n hvað ég varð brjáluð þegar ég sá þá skríða á gólfinu marga saman!! En Aivar maurakiller kom og bjargaði deginum en það spretta alltaf fleiri upp!!! arrrg. En við þurfum bara að finna holuna þar sem þeir koma upp og eitra vel fyrir þeim..the hunt has begun...múhahaha..

Annað er ég mjög sátt við íbúðina og líður geggjað vel að vera orðin sjálfstæð aftur:) Svo er allt núna svo nálægt, erum í 10 mín fjarlægð frá vinnu,skóla og líkamsrækt:) rosa happy!:) komst samt að því fyrsta kvöldið þegar við vorum að koma okkur fyrir að ég er virkilega mikill stjórnfíkill. Þarf að stjórna hvar allt fer og hvernig..og fer í fýlu ef eh fer ekki eftir mínu höfði..já þið getið ímyndað ykkur undrun Aivars þegar ég fór allt í einu að öskra á hann að matarolíurnar ættu ekki að vera ofan á eldhúsborðinu!!! heldur faldar vel inn í skáp!! ekkert ætti að vera ofan á borðinu sem væri ekki einhvers konar skreyting eða þess lags!!

ahamm jáumm og þar sem Aivar er ekki þessi strákur sem segir já amen við öllu lét hann mig heyra það hann hann væri ekki sáttur við svona unrational hegðun og komu smá ,,umræður''um að:Allt ætti eftir að vera eftir mínu höfði og engar málamiðlanir! ekki nógu gott..hann eftirlét mér samt að ráða flest öllu,hvar og hvernig hlutirnir eiga að vera... þar sem það skiptir mig svo miklu máli...en hann eiginlega engu. Ég þarf bara eitthvað svo að hafa allt fullkomið og á réttum stað. En með stærri hluti þarf ég að læra að gera málamiðlarnir;) Og spyrja aðra hvernig þeir myndu vilja hafa þá líka;) Ekki bara segja svona verður þetta punktur og pasta..hehe já ég reyni mitt besta;) Ætla ekki að verða eins og Bree í desparete housewifes;)
Nú þarf ég/við bara að læra almennilega að elda....úff það verður skrautlegt;)

Auður í Grænuhlíð..

5 Comments:

At Sat Mar 10, 06:52:00 AM , Anonymous Anonymous said...

haha ég fékk að kynnast þessu úti á búlgó!;) en til hamingju með nýju íbúðina!!! hvenar verður innfutningsparty?:p

 
At Mon Mar 12, 07:32:00 AM , Blogger Auður said...

Takk:D já ætla að halda það næsta föstudagskvöld eða laugardagskv..spurning hvort kvöldið..þarf að vinna á sunnudeginum kl 12 so..veit ekki..kemur í ljós:) heyrumst

 
At Tue Mar 13, 04:13:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með íbúðina. Úff, veit ekki hvort ég meiki maurana. Er ógeðslega pöddufælin! hehehehe

 
At Wed Mar 14, 06:40:00 AM , Blogger Auður said...

Takk:)hehe það er ok þeir eru farnir..restin þorði örugglega ekki að koma eftir að Aivar drap helminginn af af vinum þeirra:P hef séð 1 maur síðan síðast örugglega áhættufíkilsmaur..;)

 
At Tue Mar 27, 08:03:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta!
Til hamingju með íbúðinna!
Sorry að ég kom ekki í innflutningspartýið verð að fara að koma í "kaffi" til þín hehe!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home