Auður lovedrunk

Saturday, February 03, 2007

Húrra! lífið heldur áfram sinn vanagang..jeiii..ég er sátt.



Á sunnudaginn 4 febrúar verður sko forvitni minni svalað allrosalega því þá fær litla dúllan hennar Ástu systu minnar og Ingvars loksins nafn!! ég er búin að vera að pæla í hvað hún muni heita síðan hún fæddist og held að ég sé komin með nafnið..veit..held ég..kemur í ljós. En ég mun setja nafnið sem ég held að hún eigi eftir að bera á blað, sem ég síðan set í umslag og læt systur mína fá, væri helv. kúl ef ég hefði giskað á rétt. Mér á eftir að líða svoldið eins og Darren Brown með hans tricks of the mind..;)

Nei ég held að ég geri það ekki, því ef svo skyldi vera að ég hefði rangt fyrir mér þá myndi ég ekki vilja hafa það skriflegt..á bara eftir að segja að ég hafi vitað nafnið hvert sem það verður;) Það getur enginn afsannað það;)HA ha!

Já svona hluti er ég að pæla í núna..skrítið hvað lærdómurinn er ekki að ná að draga athygli mína að sér..en það á eftir að koma..búin að kaupa bækurnar..núna er bara að taka þær úr plastinu og opna þær! En það er ekki svo big deal..skólinn er bara rétt byrjaður og ég hef næga trú á því að ég eigi eftir að breytast í bókanörd þegar líður á næstu viku,vona samt að sú umbreyting verði strax á mánudag þó, því það væri betra að byrja eins fljótt og hægt er! Ég ætla að komast á 2 árið í Sálfræðinni ójá!

Fór svo í Afmæli á Pravda síðustu helgi til Bjarna frænda með Nönnu skvísu, og það var bara rosa stuð. Enduðum á kofanum þar sem spiluð var geggjað mikið af 90'tónlist! jei it rules! Geggjað gaman og svo virðist sem djamm með Bjarna frænda sé oftast 90'djamm og i like IT! hehe:) Mesta stuðið þá! B.t.w Það er ekki enn búið að ná í hálfvitana sem réðust á Bjarna um áramótin en ég og Nanna ætlum að skanna síðurnar Superman.is og Flass.is og fara vel yfir myndirnar þar frá áramótunum á Nasa og sjá hvort við sjáum ekki bara fávitana þar einhvers staðar. Nanna man reyndar meira um þá en ég svo hún leitar og ég reyni að hjálpa við þá leit..vonandi fer þetta bara vel. Það á enginn að komast upp með svona líkamsárás!

Svo annað í fréttum, ég er komin á pimp'd out sportbíl sjá myndina hérna fyrir ofan;) hann er með mjúkum sætum með rauðu hélbarða mynstri og stórum mjúkum teningum sem hanga á baksýnisspeglinum. Svo er rosa steríó system með bassaboxi og újé sætin hristast með bassanum..úfff. Ég elska þennan bíl.. Ég á hann þó ekki, Aivar á hann eeeeennn ég fæ hann kannski 50/50 líkur á því, hann ætlar að reyna að kaupa sér annan bíl þar sem hann veit að þetta er minn drauma bíll! Rauður sportbíll ummmm slef.:P

En núna bíður þrifnaður og innkaup á skírnargjöf..og lífið heldur áfram sinn vanagang..

Auður trickster á pimp bíl! verðandi bókanörd.

4 Comments:

At Sun Feb 04, 09:30:00 AM , Blogger Unknown said...

Takk fyrir síðast! ...omg! já mér langar að ná í þessa gaura!!

 
At Mon Feb 05, 01:07:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Jæja hvaða nafn fékk litla frænkan, hafðirðu rétt fyrir þér ? :)

 
At Wed Feb 07, 03:52:00 AM , Blogger Auður said...

Takk sömuleiðis:) já vonandi sjáum við þá einhversstaðar á myndunum..

Litla dúllan fékk nafnið Heiða Björg:) Heiða eftir ömmu og líka eftirnafnið hennar Ástu og Björg eftir mömmu Auðbjörgu:)Hélt að nafnið yrði Sigurbjörg,viðurkenndi það fyrir Ástu eftir skírnina..hafði þó Björg rétt;)

 
At Fri Feb 23, 04:28:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Auður!! þú ert allt of slöpp í því að blogga!!! ég er sko ekkert mjög sátt hérna;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home