Auður lovedrunk

Saturday, December 16, 2006

Og tími ilmvatnsauglýsinganna gengur í garð...


Átti afmæli í gær 15.des og þurfti að vinna um kvöldið..fór samt að djamma með Nönnu eftir vinnu og það var nú bara alveg æðislega gaman:) Var samt svo fúl yfir að því að verða að vinna um kvöldið því það drap alveg afmælisstemninguna..leið ekkert eins og þessi dagur væri eitthvað sérstakari fyrir mig en aðrir..reyndar bauð amma mér í geggjað góða pizzu fyrir vinnu svo það var rosa plús og afmælisfílingurinn sveif yfir..:)

En svo kom ég í vinnuna og þá fór fílingurinn til fjandans. Gott fyrir fjandann, vont fyrir mig. Fílingurinn reyndi svo að skríða til baka á djamminu en þrátt fyrir frábært djamm þá kom hann bara hálfur til mín. Afmælisdagurinn minn var líka búinn, fórum á djammið eftir miðnætti..16.des gott fólk. Og 16.des laugardagskvöld þurfti ég að vinna líka!! arrgg mér langaði að gera allt annað en það! En ætla að hætta að kvarta ég skemmti mér bara rosa vel á afmælisdeginum mínum og dagurinn endaði mjög vel og fékk fullt af afmælisóskum og góðum gjöfum:)

En ein stór frétt er að ég er orðin frænka:) mjög stolt frænka, rosa lítil og ótrúlega sæt stelpa(eins og sést á myndinni hérna fyrir ofan) fæddist 10.desember og er bogamaður eins og ég:) greyið Ásta;) hún veit hvað bíður hennar..óttalega hreinskilið barn sem er algjör orkubolti;)

Svo fékk ég bíl í afmælis/jólagjöf frá Aivari..nei hann er ekki ríkur..þótt það væri audda great..Þetta er bara mjög gamall bíll sem þeir(Aivar og pabbi hans) áttu en þeir fengu sér nýjan og ætluðu að selja mér þennan. En Aivar ákvað að gefa mér hann bara og borga pabba sínum peninginn, þar sem hann vissi að ég er ótrúlega fátæk núna og verð áfram um óákveðinn tíma. En ég þarf samt að borga um 10.000 sem er samt mjög vel sloppið:) Fínn bíll sem virkar mjög vel, og með ný dekk.

Svo nú er ég ekki eins einangruð hérna í mosfellsbænum og get skroppið hvenær sem ég vil, hvert sem ég vil..Aaaaaaaa elska að vera komin með minn eigin bíl!!!!!:)

Bara margt gott að gerast og svo eru jólin að koma líka,sjíbbí, er að vinna á aðfangadag reyndar en ætla ekki að láta það eyðileggja jólin fyrir mér,er bara að vinna til 4 og ætla einungis að hugsa um allan peninginn sem ég mun fá aaaaaa money..slef.

Auður Working girl..

4 Comments:

At Tue Dec 19, 06:23:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Æ algjör kjútí.....til hamingju með litlu frænkuna :)

og með bílinn ;)

Kv. Inga Dís

 
At Tue Dec 19, 12:15:00 PM , Blogger Auður said...

Takk:) já hún er algjör dúlla, svo lítil!! alveg pínkupons;)
og takk, svo ánægð að vera komin með eigin bíl:)

 
At Wed Dec 20, 03:03:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Segðu, það er æði að vera á sýnum bíl. Manns eigins bíll.. þvílíkur lúxus. En hvernig væri þá að fara koma í heimsókn til mín og hafa aðeins meira samband eins og þú gerðir. Ná í trefil vinkonu þinnar og púðurdósina. Býð þér upp á smákökur ef þú kemur.

 
At Tue Jan 02, 01:44:00 PM , Anonymous Anonymous said...

hey! Auður.. hvernig er hægt að ná í þig!!! ert þú með símann minn? (þá meina ég, ertu með GSMsímann minn)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home