Auður lovedrunk

Thursday, November 02, 2006

Things look peaceful...damn!

Núna er ég alveg tóm. Búlgaríuferðin orðin minning ein búhú búhú(ég að gráta), margt sem rifjaðist upp við að skoða myndirnar hennar Nönnu frá búlgaríu, og svo margt á þeim sem ég mundi ekki einu sinni eftir að hafa gerst...hummm..ekki gott..vonum bara að ég sé ekki að fá early alsheimers eða eh;) En það sem ég man eftir össss fun times..langar aftur!!!!!

Verð að tala um það þegar við fórum næst síðasta daginn á jetski, úff það var gaman, aldrei upplifað annað eins!! vorum 2 á dæminu, ég og Ástrós og Nanna og Helga. Fór hægt til að byrja með en svo spítti ég í og verð bara að segja Ó mæ god eins og gelgjurnar, við hoppuðum á öldunum, og svo bara að sjá þessa víðáttu sjávar og frelsið sem fylgdi því að vera á svona. Úfffffff get svarið að þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert um ævina!! smá thrill að fara svona hratt og svífa svo öldurnar þegar við fórum á móti þeim, fengum smá sjó upp í munninn osf þegar við skullum á þeim en vá alveg þess virði..ástrós var svoldið hrædd við þetta til að byrja með.. en síðan þegar við vorum búnar vildi hún endilega fá að stjórna líka,bara gaman,ekkert scary:) það var reyndar ekki tími til þess þar sem tíminn sem við fengum var bara 15 mín:(..en þá bara seinna..næst þegar við förum til búlgaríu;)

En ég er hætt að tala um búlgaríu..verð geggjað ánægð þegar ég er að hugsa um ferðina en svo fer ég í hálfgert þunglyndi því ferðin er búin!! og kaldur raunveruleikinn blasir við mér með engum strawberry taqiri og engri sól og sólböðum,engu djammi um miðjar nætur með ódýrasta áfengi sem hægt er að kaupa, ekkert samviskubit þar varðandi peningaeyðslu, (reyndar mikið þegar maður telur allt saman en...what tha fuck,it was worth it!!) æææææææ svo margt sem maður saknar..allt búið...arrrg..jæja komin í þunglyndið sem ég var að tala um...;)

Nei nei, það er líka gaman á íslandi, fór á djammið með Halldóru á föstudagskvöldið..bara geggjað gaman þá, þótt ég hafi orðið fyrir því skemmtilega óhappi að detta í stiganum á pravda og snúa báða ökklana á mér, sjíbbbi. Fór nú samt á Halloween djamm kvöldið eftir sem var nú bara helvíti gaman líka, þrátt fyrir nokkuð fyllirisbull sem gerist nú bara stundum. Það var smá party hjá Halldóru sem var sexy skólastelpa og Nanna kom með mér og hún var sexy hjúkka, ég gat nú ekki verið minni maður(stelpa) og reyndi mitt besta að vera sexy party devil, tókst ekki alveg jafn vel og hjá þeim, þarf sem þeirra búningar voru bara sexy,þurftu ekki að reyna;) Við fórum svo seint um síðir á grand rokk á halloween djamm, of lítið var að gerast þar fyrir okkar smekk, svo við fórum á vegamót og en svo aftur á grand rokk til að hitta Ölmu frænku og Krissa kærasta hennar, en þau voru nærri óþekkjanleg, sem karlmaður(Alma) og sem svartur karlmaður(Krissi) bara props til þeirra fyrir æðislega búninga!:)

Það sem böggaði mig mest þetta kvöld var þessi athygli sem maður fékk, venjulega hef ég nú ekkert á móti smá athygli ;) en þessi athygli var ekki alveg að mínu skapi, æ fólk bara starði osf. Nanna var reyndar bara cool á því og sagði við flesta: viljið þið ekki bara taka mynd!!!! En samt ekkert svo slæmt, bara gaman að þessu svona einu sinni á ári..planið fyrir næsta halloween: blár m&m kall;) fæ örugglega litla athygli þá ekki satt;) hehe nei smá djók..

En okei nú er ég hætt...

Auður red party devil

4 Comments:

At Fri Nov 03, 08:00:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Já helgin var fín en hefði mátt vera betri fyrir suma. En þarft þú ekki að fara henda myndum inn?

 
At Fri Nov 03, 04:05:00 PM , Blogger Auður said...

jamms hendi myndunum inn þegar ég er búin að stofna nýja myndasíðu..hvenær veit ég ekki? búin að vera svoldið löt í þessu tölvudæmi:/

 
At Mon Nov 06, 03:58:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Damn ég sé eftir að hafa ekki farið á djammið á Halloween!!! (flensan sko)

AF hverju eru stelpur alltaf að dressa sig upp sem sexy-eitthvað á grímuböllum? hey! ég er ekki að hvarta!! það er akkúrat útaf þessu sem ég styð heilshugar að fá Halloween á klakan! újé!
... varð aðeins að tjá mig ;)


btw, er komin á nýja síðu.. :D

 
At Tue Nov 07, 03:00:00 AM , Blogger Auður said...

hehe já þú hefðir átt að koma,við vorum reyndar með þeim einu sem voru að reyna eh sexy á grand rokk,margir í eh goth búningum,helvíti flottum reyndar en hefðum við farið á hverfisbarinn(halloween þar líka)hefði verið krökkt af playboy kanínum og nærri nöktum stelpum i bet:P

Koma bara næst!!ár í það,getur byrjað að undirbúa þig núna...;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home