Auður lovedrunk

Monday, June 19, 2006

Egotripping..and then the world is mine!

Blogg time, ekki satt! Ég hélt 17.júni party á laugardaginn, það var geggjað fínt. Margir mættu, þrátt fyrir stuttan fyrirvara, já veit ég er alltaf á síðustu stundu með allt,þar á meðal að bjóða fólki í party;-) Þið þekkið mig! Eftir partyið var svo farið í bæinn og dansað og dansað eins og alltaf..reyndar hittust ekki allir aftur sem mættu í partyið og fólk dreifðist því miður út um alla staði í reykjavík. Mætti ekki heim fyrr en seint, ekki almennilegt djamm nema manni sé hent út af stöðunum því þeir er að loka..;-) LIGHTS ON OG JÆJA ALLIR ÚT!!! hugsa alltaf á þeirri stundu: nei come on, djammið var bara rétt að byrja!! veit ég er djammfíkill en er það ekki bara okei, lífið er þá allaveganna í skemmtilegra laginu!;-)

Kynntist 2 fínum strákum frá latvia í bænum, man ekki íslenska nafnið á þessu stöffi..lettland líklegast..en latvia er það bara! alveg nógu gott!hehe...við spjölluðum alveg heillengi á bekk á Austurvelli, voru að segja mér frá geggjuðum partýum í latvía sem þeir færu oft í, partyin voru sem sagt haldin í eh risa villum með sundlaug og heita pottum 3 hæðum osf og þau væru alltaf pökkuð af fólki sem væru að gera ýmislegt villt! össss væri maður til í það!....JÁ!

Ég hugsaði bara jámm ég með mína litlu íbúð að halda miniparty og reyna að redda sér með því að hafa rúmið sem einn hangeout stað, svalirnar annan....finnst samt svo skrítið að þótt að íbúðin sé svona lítil, þá myndast samt svona hópar sem halda sig saman á einum stað, svalir, stofa, rúmið og eldhús. Ætli klósettið verði einn hangout staðurinn ef ég býð aðeins of mörgum einhverntímann í party. Allir í klósett party!hehehehe nice!:p....

En já nú er ég að hugsa um allt annað en djamm... er líklegast að leita mér að annarri vinnu. 10-11 ekki alveg að gera það fyrir mig núna. Dem bull í gangi þar. Segi samt ekki meira, fæ bara of litla vinnu, ef ég fæ ekki meira þá bara....? líklegast hætta, standa á mínu og þannig skemmtilegheit. En þeirra missir þá, viðskiptavinirnir eiga eftir að sakna mín;-) Verð að vera í vinnu sem ég fæ nóg af tímum, þarf da money! Verð kannski þar í aukavinnu bara, hver veit..en eiga þeir mig skilið, það er spurningin? egotripping ég veit..en ef það er farið illa með mann þá á maður bara að halda höfði og brosa. Proud woman, hell yeah!;-)

Síðan já er ég er loksins komin með ferðatölvu, þurfti að bíða aðeins of lengi eftir henni reyndar,var ekki til á landinu, en það var alveg þess virði..með innbyggðri webcam og læti:-) og ég með mitt ego og reyndar fleiri, þið vitið hver þið eruð!hehe, njótum þess að vera í mynd! allaveganna í öllum partyum hengur fólk hérna fyrir framan tölvuna og er að egotrippast!:-) er bara alveg með því! En jámm held samt að þetta gæti verið hálfhættulegt, er að ánetjast tölvunni..hélt aldrei að ég yrði tölvunörd en nördismi here i come!:-)

Nú er ég hætt, ætla að fara að leika í minni eigin kvikmynd á webcam dæminu og verð sko enginn statisti þar...;-)

Auður Ego

5 Comments:

At Tue Jun 20, 05:35:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Hvar eru myndirnar skvísa? Guði sé lof samt að þú sért búin að blogga ;) Tími til kominn á það. En já, ég á eftir að setja mínar myndir inn. Bæði frá Spáni og svo djamminu þínu.

 
At Tue Jun 20, 11:27:00 AM , Blogger Auður said...

Jámmm pæla að setja þær bara inn í kvöld,núna hef ég nógan tíma:-) í fríi og læti...

 
At Tue Jun 20, 02:14:00 PM , Anonymous Anonymous said...

hæhæ takk fyrir síðast skvísa!!

 
At Tue Jun 20, 07:23:00 PM , Blogger Auður said...

já takk sömuleiðis gella !! gaman að sjá þig á comment síðunni:-)

 
At Mon Jul 10, 03:38:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Jæja kelling

Hvernig væri að taka sér smá pásu frá vinnu, karlmönnum og djammi og setjast niður að svolitlu bloggi ;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home