Auður lovedrunk

Wednesday, May 17, 2006

When boybands roamed the earth..

Hóst hóst..skirp..öööhh..bjakk.. já verð bara að byrja þetta svona núna, því svona líður mér á þessari stundu..struck down in the prime of djamming..jább veik..líkaminn er aldeilis að láta vita af sér núna, þar sem ég neitaði að hlusta á hann fyrir viku síðan. Hálsbólga og hiti létu kræla á sér þá, en ég fór bara í afneitun og djammaði alla helgina. Og aftur helgina eftir það...

Svo fór ég að vinna á mánudaginn,smá þreytt en það var allt og sumt..en hálsbólgan kom aftur um kvöldið 3x verri(hvíslandi hás) og um 11 leytið skalf ég við kassann með 38.5 stiga hita ussss..hún var komin aftur og í hefndarhug..svo núna til að gefa líkamanum smá séns,því ég hef nú verið að ofreyna mig aðeins síðustu vikur, hef ég bara legið, sofið, og horft á tv síðan ég kom heim á aðfaranótt þriðjudags..horft og hlegið með futurama, svo aðeins meira með friends..hóst hóst haha hóst hóst..ehemm..

Hitinn virðist samt ekkert vera að fara,dem him, kannski er líkaminn bara að double chjékka og gera það öruggt að ég verði nú áfram í rúminu, því þar á ég víst að vera..vonandi ekki mikið lengur, eurovision djammið framundan og svolleiðis..en hver veit kannski verð ég bara heima að horfa á Silvíu night superstar..ég er að vorkenna mér svoldið mikið núna..you better do the same!!!;)

En ég verð nú líka að tala um helgina sem leið...vá frábært laugardagskvöldið, Pabbi minn átti 5o ára afmæli og auðvitað var haldið vel upp á það. Við systurnar, Ég, Ásta og Hafný skutluðumst upp í Selfoss og undirbjuggum salinn á hótel Selfossi fyrir afmælið sem varð auðvitað flottasti skreytti salur ever, því við erum snillingar af guðs náð..danke danke..;)

Og síðan byrjaði fólkið að streyma inn, mikið af fólki og rosa góð stemming. Seinna um kvöldið var svo komið að því að lesa upp kveðjur úr minningabókinni sem við systurnar, ég ,Ásta Hafný og Henný,gerðum fyrir pabba, voru semsagt kveðjur og minningar frá ættingum og vinum, og fullt af skemmtilegum myndum of course;)(pabbi minn þú varst helv. flottur með mottuna);) Og þegar við lásum persónulegu kveðjurnar frá okkur voru auðvitað tilfinningarnar alveg rúllandi..not a dry eye in the house.. kannski smá ýkjur en úff bara frábært:)

Síðan var djúsað og djammað og dansað það sem eftir var og hljómsveitin hans pabba var frábær eins og alltaf. Kíkti svo niður í bæ með Hafnýju um nóttina, sem ég týndi því miður fljótt, en hitti Bjarna og fleira fólk og við vorum dans maniacs restina af nóttinni..bara frábært kvöld og nótt.
Til hamingju með afmælið aftur elsku pabbi minn,takk fyrir mig :)

Nú ætla ég að fara aftur upp í rúm og vorkenna mér aðeins meira...

Auður the hoarse whisperer

5 Comments:

At Thu May 18, 05:09:00 AM , Blogger cutypie said...

Já kona, maður fær þetta venjulega í hausinn. Hvenær á annars að fara henda myndunum inn? Gera bara nýja myndasíðu...

 
At Thu May 18, 06:59:00 AM , Blogger Auður said...

Jamm,veistu að ég kann bara ekkert á þetta:/ búin að reyna en virðist eh. ekki ganga upp hjá mér..HJÁlP?

 
At Fri May 19, 04:42:00 AM , Anonymous Anonymous said...

takk fyrir síðast! :D

myndasíðu? er ekki best bara nota www.flickr.com fólk segir að það sé best ;)

 
At Fri May 19, 05:19:00 AM , Blogger Auður said...

takk sömuleiðis,geggjað stuð;) flickr.com,segiru? ég kíki á þetta,verð bara með myndir út um allt..takk fyrir tipsið..:)

 
At Tue May 30, 05:08:00 AM , Blogger cutypie said...

Farðu að blogga kona!!!!! Sátt samt að þú sért búin að setja myndir... Setja fleiri takk! :D

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home