Auður lovedrunk

Saturday, April 08, 2006

Í tökum á kaldri slóð

Í gær fékk ég frábærar fréttir,mér var boðið að vera aukaleikari í myndinni á kaldri slóð, á laugardag og sunnudag, ég auðvitað sló til:)
Núna er ég í tökum og er að leika skrifstofumanneskju að vinna við tölvuna, og til að gera þetta sem raunverulegast er ég bara að blogga..;)

Ég var reyndar látin ganga áðan frá 3 mismunandi stöðum til ákveðins gaurs og tala við hann án hljóðs, og hælarnir á mér voru eh að pirra tökumanninn svo það var sett eh dæmi undir hælana sem er venjulega sett undir stóla og það virtist ganga,en vá mér leið eins og illa gerðum hlut.. úfff.. ég fór alltaf af stað áður en ég átti, semsagt áður en þeir sögðu action, en hann sagði samt ekki neitt og þetta verður þá bara þannig..veit ekki hvernig þetta virkar alveg..

Það er svoldið mikið um bið og miklar pælingar um hver á að vera hvar,hvernig..osf.. svo fólk er bara að chilla á meðan, lítið um tökur, mikið um bið eftir tökum.. rosa stuð.. :)

En ég skemmti mér bara og dagdreymi um að vera superstar eða réttara sagt súperstatisti:)

En nú ætla ég að halda áfram að ganga frá einum stað til annars í nokkur skipti..

bæjó

Auður á kaldri slóð

2 Comments:

At Mon Apr 10, 03:14:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Nohh, mín bara orðin súperstar! Hitti Dóra og Ásgeir á laugardaginn á djamminu. Hvar varst þú?

 
At Mon Apr 10, 08:27:00 AM , Blogger Auður said...

Ég var nú bara sofandi:/ algjör félagskítur.. ég veit það:) við verðum bara að hittast seinna:)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home